Þessi mynd er tekin 2001 af Álfadís frá Selfossi, þá 5 vetra gamalli með sitt fyrsta folald, Álfastein frá Selfossi. Timinn flýgur.
22 Desember 2018, fallegur dagur.
Þegar við seldum Álfastein frá Selfossi fjárfestum við í tveimur tollum undir Orra frá Þúfu því það var nauðsynlegt ef þú vildir rækta undan honum. Ég get mér þess til að hann sé dýrasti stóðhestur hingað til á íslandi og sá besti.
Útkoman varð Strokkur frá Syðri-Gegnishólum undan Grýlu frá Stangarholti og Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum undan Álfadísi frá Selfossi.
Hér eru nokkrar myndir af Strokki.
Snjólaust og gott veður eins og myndin sýnir.
Þessar myndir voru teknar í sumar þegar við vorum með opið hús eftir Landsmótið. Við tókum nokkrar hryssur heim til að hafa til sýnis. Á myndunum sést frá vinstri, Katla frá Ketilsstöðum, Álfhildur frá Syðri-Gegnishólum, Framkvæmd frá Ketilsstöðum og Álfadís frá Selfossi með nýfæddu dóttur sina undan Stála frá Kjarri. Katla og Álfhildur voru bestu vinkonur og varð Katla mjög óhress ef einhver önnur var sett við hliðina á henni meðan þær voru á húsi.
Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum, móðir er Álfadís frá Selfossi og faðir er Stáli frá Kjarri. Mikil fegurð og mikið hestefni.
Þessi fallega hryssa er ein af okkar yngri ræktunnarhryssum og heitir Snekkja frá Ketilsstöðum. Hún fæddist árið 2009 og er undan Heiðursverðlauna hryssunni Ljónslöpp frá Ketilsstöðum og Alvari frá Syðri-Gegnishólum, Alvar drapst af slysförum aðeins 2 vetra gamall, hann var sonur Álfadísar frá Selfossi of Dalvars frá Ausholtshjáleigu. Í haust kom til tamningar hennar elsta afkvæmi, 3 vetra hryssa undan Trymbli frá Stóra-Ási.
Yngri systkini eru tveggja vetra jörp hryssa undan Frama frá Ketilsstöðum, vetur gamall fifilbleikstjörnóttur hestur undan Konsert frá Hofi og í sumar fæddist jarpur hestur undan Aðli frá Nýjabæ.
5 vetra gömul var Snekkja fjórða besta 5 vetra hryssan á LM 2014 á Gaddstaðaflötum með aðaleinkunn 8,41 og 8,5 fyrir flest öll atriði í hæfileikum, hæsta dóm hlaut hún 8,42 í aðaleinkunn þ.a 9,0 fyrir tölt. Snekkja hefur 123 stig í kynbótamati.
Frumtamningar í gangi hjá okkur þessa dagana.
Okkur langar að birta nokkrar myndir sem voru teknar fyrir tilviljun um daginn þegar Páll Imsland var að mynda hjá okkur fyrir allt annað tilefni. Við höfum verið frekar dofin frá því á laugardagskvöldið þar sem við hlutum verðlaun fyrir ræktunina okkar, Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar. Ræktunarbú ársins 2018 og Keppnishesta ræktunarbú ársins 2018. Þessar myndir sýna líklega hvernig okkur líður innst inni þó að manni takist ekki alltaf að sýna það. við þökkum kærlega allar hamingjuóskir, þær ylja, við erum gæfusöm að fá að starfa við það sem á hug okkar allan.
Hér eru nokkrar myndir af flestum þeim hrossum úr okkar ræktun sem eru á bakvið tilnefninguna til Keppnishesta ræktunnarbús ársins 2018. Kærar þakkir þíð sem áttuð hlut að máli.
Knapi ársins hjá Sleipni, Elin Holst. Hér eru nokkrar myndir af sýningum hennar 2018.
Í ár sýndum við fimmtán hross í kynbótadóm, þrettán þeirra hlutu einkunnina 8,0 eða yfir, fjórtán þeirra voru sýnd hérlendis og náðu 8 þeirra þáttökurétt á Landsmótinu, sem mætti teljast frekar góður árangur.
Fimmtánda hrossið, Aradís, var selt sem trippi og kom til dóms í Danmörku. Auk þess hlýtur Djörfung frá Ketilsstöðum heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár aðeins 14 vetra gömul, en dómurinn byggist á hennar fyrstu fimm afkvæmum. Fjögur þeirra komu til dóms á þessu ári.
Ræktunin okkar, Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, hefur hlotið tilnefningu til verðlauna sem Ræktunnarbú ársins sem og Keppninshestabú ársins. Þakkir til allra sem eiga hlut að máli.
Við munum skrifa nánar um þetta á næstu dögum.
Djörfung kom til dóms 4 vetra gömul og var í 4. sæti í flokki 4 vetra hryssna á Landsmótinu á Hellu 2008. Aðaleinkunnin var 8,23 en fyrir hæfileika hlaut hún 8,68, þ.a. 9,5 fyrir skeið og vilja en fyrir tölt, hægt tölt og fegurð í reið hlaut hún 8,5.
Ég fann þessa fallegu mynd af Álfarni frá Syðri-Gegnishólum. Það er gott að ylja sér við fallegar sumarmyndir þegar fer að kólna á haustin.
Tvö frábær hross úr okkar ræktun, Sprengja hefur keppt með mikilli velgengni í ungmennaflokki í Þýskalandi í nokkur ár og Stefnir er að hefja sinn feril í Swiss.
Hér má sjá tvær frábærar hryssur frá Ketilsstöðum. Framkvæmd sú brúna, 27 vetra hefur hún átt 16 folöld og hlotið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.
Sú jarpa er Katla sem á þessari mynd er fylfull af sínu fyrsta afkvæmi, rauðstjörnóttum hesti sem fæddist 1. ágúst 2018 og má sjá myndir af í grein frá þeim tíma í ár.
Þessar tvær hryssur eiga, eins og öll hross sem eru ættuð frá Ketilsstöðum, ættir sínar að rekja til Fálu frá Ketilsstöðum fæddri 1925.
Á þessari mynd þiggja þessar drottningar smá dekur hjá Bergi.
Við tókum nokkrar myndir í byrjun september af veturgömlu hrossunum sem eru í uppeldi uppi í fjalllendinu á Ketilsstöðum.
Sjáið þetta glæsilega hestfolald undan Frama frá Ketilsstöðum og Binný frá Björgum.
http://www.gangmyllan.is/index.php#sigProId30f985eb18
Vorum að lita á 2ja og 3ja vetra ungfolanna um daginn og það virðist sem prúðleikinn sé á uppleið.
http://www.gangmyllan.is/index.php#sigProId32050f6e66