• Freyja and Gormur frá Selfossi
    Freyja and Gormur frá Selfossi
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Bergur and Olil
    Bergur and Olil
  • Borba Clinic
    Borba Clinic
  • Álfadís, Grýla and Heilladís
    Álfadís, Grýla and Heilladís
  • Syðri Gegnishólar
    Syðri Gegnishólar
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Brynja and Vakar frá Ketilsstöðum
    Brynja and Vakar frá Ketilsstöðum
  • Borba Clinic
    Borba Clinic
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Elin and Hugur frá Ketilsstöðum
    Elin and Hugur frá Ketilsstöðum
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Breeders of the year 2010
    Breeders of the year 2010
  • Ófeig, Grábrá and Christina
    Ófeig, Grábrá and Christina
  • Natan frá Ketilsstöðum
    Natan frá Ketilsstöðum
  • Álfadís mare of honor 2013
    Álfadís mare of honor 2013
  • Borba Clinic
    Borba Clinic
  • Bergur and Bylgja frá Ketilsstöðum
    Bergur and Bylgja frá Ketilsstöðum
  • Olil and Álfhildur frá Syðri Gegnishólum
    Olil and Álfhildur frá Syðri Gegnishólum
  • Bergur and Olil
    Bergur and Olil
  • Freyja and Gormur frá Selfossi
    Freyja and Gormur frá Selfossi
  • Jónatan frá Syðri Gegnishólum
    Jónatan frá Syðri Gegnishólum
  • Berglind and Brynja
    Berglind and Brynja
  • Djörfung frá Ketilsstöðum
    Djörfung frá Ketilsstöðum
  • Freyja and Muggur
    Freyja and Muggur
  • Kira and Brynja
    Kira and Brynja
  • Syðri Gegnishólar
    Syðri Gegnishólar
  • Olil and Heilladís frá Syðri Gegnishólum
    Olil and Heilladís frá Syðri Gegnishólum
  • Olil and Tíbrá frá Ketilsstöðum
    Olil and Tíbrá frá Ketilsstöðum
  • Bergur and Ljóni frá Ketilsstöðum
    Bergur and Ljóni frá Ketilsstöðum
  • Dennis and Álfasteinn frá Selfossi
    Dennis and Álfasteinn frá Selfossi
  • Olil and Gramur frá Syðri Gegnishólum
    Olil and Gramur frá Syðri Gegnishólum
  • Mothercare
    Mothercare
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Sandra and Sirkus frá Syðri Gegnishólum
    Sandra and Sirkus frá Syðri Gegnishólum
  • Lokkur frá Syðri Gegnishólum
    Lokkur frá Syðri Gegnishólum
  • Álffinnur frá Syðri Gegnishólum
    Álffinnur frá Syðri Gegnishólum
  • Jón Bergsson
    Jón Bergsson
  • Kira and Kraflar
    Kira and Kraflar
  • Haukur and Hetta frá Ketilsstöðum
    Haukur and Hetta frá Ketilsstöðum
  • Brynja and Berglind
    Brynja and Berglind
  • Ketilsstaðir/Syðri Gegnishólar
    Ketilsstaðir/Syðri Gegnishólar
  • Bergur and Hugur frá Ketilsstöðum
    Bergur and Hugur frá Ketilsstöðum
  • Olil and Sprengja frá Ketilsstöðum
    Olil and Sprengja frá Ketilsstöðum
  • Álfadís and Álfaklettur 2013
    Álfadís and Álfaklettur 2013
  • Olil and Heilladís
    Olil and Heilladís
  • Álfgrímur frá Syðri Gegnishólum
    Álfgrímur frá Syðri Gegnishólum
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Lokkur frá Syðri Gegnishólum
    Lokkur frá Syðri Gegnishólum
  • Olil and Kraflar frá Ketilsstöðum
    Olil and Kraflar frá Ketilsstöðum
  • Freyja and Muggur
    Freyja and Muggur
  • Olil and Álfarinn frá Syðri Gegnishólum
    Olil and Álfarinn frá Syðri Gegnishólum
  • Bergur and Aðaldís frá Syðri Gegnishólum
    Bergur and Aðaldís frá Syðri Gegnishólum
  • Bergur and Aðaldís frá Syðri Gegnishólum
    Bergur and Aðaldís frá Syðri Gegnishólum
  • Brynja and Vakar in Piaff
    Brynja and Vakar in Piaff
  • Tígur, son of Ljónslöpp and Álffinnur born 2010
    Tígur, son of Ljónslöpp and Álffinnur born 2010
  • Bergur and Gandálfur frá Selfossi
    Bergur and Gandálfur frá Selfossi
  • Julio Borba
    Julio Borba
  • Freyja and Elin
    Freyja and Elin
  • Breeders of the year 2012
    Breeders of the year 2012
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Syðri Gegnishólar
    Syðri Gegnishólar
  • Wintertime
    Wintertime
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Bergur and Lilja Dís LM 2011
    Bergur and Lilja Dís LM 2011
  • Olil and Kraflar frá Ketilsstöðum
    Olil and Kraflar frá Ketilsstöðum
  • Syðri Gegnishólar
    Syðri Gegnishólar
  • Friends
    Friends
  • Olil and Védís frá Hellubæ
    Olil and Védís frá Hellubæ
  • Breeders of the year 2010
    Breeders of the year 2010
  • Tesla frá Ketilsstöðum
    Tesla frá Ketilsstöðum
  • Álfur frá Selfossi
    Álfur frá Selfossi
  • Jóhannes Stefánsson
    Jóhannes Stefánsson
  • Bergur and Olil
    Bergur and Olil
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Sunset at Syðri Gegnishólar
    Sunset at Syðri Gegnishólar
  • Olil and Álfhildur frá Syðri Gegnishólum
    Olil and Álfhildur frá Syðri Gegnishólum
  • Borba Clinic
    Borba Clinic
  • Haukur and Hetta frá Ketilsstöðum
    Haukur and Hetta frá Ketilsstöðum
  • Offsprings of Álfur at Landsmót 2012
    Offsprings of Álfur at Landsmót 2012
  • Elin og Frami 2016
    Elin og Frami 2016
  • Bergur and Olil
    Bergur and Olil
  • Vigdís Finnbogadóttir
    Vigdís Finnbogadóttir
  • Karen Rós
    Karen Rós
  • Hátign and Drift
    Hátign and Drift
  • Bergur and Ægir frá Ketilsstöðum
    Bergur and Ægir frá Ketilsstöðum
  • Tesla frá Ketilsstöðum born 2010
    Tesla frá Ketilsstöðum born 2010
  • Katla og Bergur
    Katla og Bergur
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Álfadís mare of honor 2013
    Álfadís mare of honor 2013
  • Karen Rós, Álfadís and Olil
    Karen Rós, Álfadís and Olil
  • Spurning frá Syðri Gegnishólum
    Spurning frá Syðri Gegnishólum
  • Borba Clinic
    Borba Clinic
  • Offsprings of Álfur at Landsmót 2012
    Offsprings of Álfur at Landsmót 2012
  • Christina the owner and Olil the breeder
    Christina the owner and Olil the breeder
  • Álfarinn frá Syðri Gegnishólum
    Álfarinn frá Syðri Gegnishólum
  • Borba Clinic
    Borba Clinic
  • Bergur and Aðaldís frá Syðri Gegnishólum
    Bergur and Aðaldís frá Syðri Gegnishólum
  • Beauty in the mist
    Beauty in the mist
  • The queen :) Katla
    The queen :) Katla
  • Berglind and Simbi frá Ketilsstöðum
    Berglind and Simbi frá Ketilsstöðum
  • Spes and Tesla frá Ketilsstöðum
    Spes and Tesla frá Ketilsstöðum
  • Álfadís
    Álfadís
  • Sólrún
    Sólrún
  • Birthday present
    Birthday present
  • Borba Clinic
    Borba Clinic
  • Bergur and Álfasteinn frá Selfossi
    Bergur and Álfasteinn frá Selfossi
  • Álfasteinn and Hetta
    Álfasteinn and Hetta
  • Álfur frá Selfossi
    Álfur frá Selfossi
09
Nov 10

Þessa dagann er ég að uppfæra heimasíðuna. Hef fært inn upplýsingar um afkvæmi ræktunnarhryssnana, sett inn myndir af þeim og bætt inn upplýsingum um nýja ræktunnargripi. Nokkrir stóðhestar eru seldir og farnir úr landi og aðrir bæst í hópinn. Þessar upplýsingar eru flestar að finna á sínum stað og er það okkar von að það sé fróðlegt og gaman að skoða ræktunnargripina og afkvæmi þeirra. Stefnt er á að leggja inn vídeo af graðhestum og söluhestum, en við höfum verið frekar dugleg að vídeomynda og mynda sýningarnar hjá okkur. Síðann er stefnt að því að taka sölusíðuna algerlega í gegn, en segja má að hún hafi verið í lamasessi frá upphafi.

 

 

 

 

reih_001 Þessa mynd tók Bergur í dag þegar við vorum

 að vinna i reiðhöllinni. Það er gott að geta

verið inni,  þegar kalt er og hart undir fæti.

27
Oct 10

Þá er komið að Heilladísi, dóttir Álfadísar frá Selfossi og Suðra frá Holtsmúla. Eins og margir vita var Suðri keppnishesturinn minn til margra ára og mun alltaf vera í miklu uppáhaldi hjá mér. Enda er hann hreyfingamikill, gullfallegur, tinnusvartur orkuhestur. Ég gerði mér grein fyrir því að undan Suðra og Álfadísi myndi ég ekki fá vinsælan stóðhest, svo óskin var skýr, brúnskjótt hryssa skyldi það vera og það var akkurat það sem það varð. Mikið var ég glöð, en hún var nú svo sem ekkert spes í uppeldinu, hun var alltaf gullfalleg en gangsöm. það er reynar algengt í ættini hennar, Grýla amma, Kolfinnur langafi og Glókolla langalangamma voru alltaf á gangi undir sjalfusér og oft á lulli eða einhvert töltívaf. Maður er svo sem alveg slakur yfir því en það er nú óneitanlega skemmtilegara að sjá tölt og brokk.

Við byrjuðum að temja hana á fjórða vetur hún tók tamningunni vel og sýndi strax að hún var hreyfingamikil og var ótrúlega skreflöng. Ég sýndi hana á síðssumsarssýningu um haustið þegar hún var  fjögurra vetra, Þá án skeiðs enda taldi ég mig ekki þurf á því að halda til þes að hún fengi viðunandi dóm svona 7,80 til 90. En raunin var nú önnur,hún fékk langtum lægra fyrir byggingu en við höfðum búist við og svo var hún einhvernveiginn að fara úr formi, varð kraftlaus, veðrið var ömurlegt, brautin þúng og ............dómararnir neikvæðir og niðurstaðan var 7,63. Verð bara að viðurkenna að það var tala, sem ég í mínum villtustu draumum eða martröðum hefði ekki getað ímyndað mér. Þannig að égvarð bara að fara hálfgrátandi heim og burðast með þetta í ár, eða þangað til ég gæti sýnt hana aftur. Djöfull var  það sárt.

Svo kom annað ár og Heilladís kom miklu öflugri inn, þjálfunin gékk vel og ég fór að eiga við skeiðið sem  var mjög opið og auðvelt. Hún veiktist eins og öll hin hrossin og varð ég þess vegna að bíða fram að síðssumarssýninguna til að sýna hana.Hún var í fínu formi og ekki að finna á henni að hún hafði verið veik.   Sýningin gékk vel og myndirnar sem fylgja hér á eftir eru allar frá þeirri sýningu.

Eftir á að hyggja finnst mér að blandan Suðri/ Álfadís hafi tekist frábærlega vel. Hún er sterklík þeim báðum. Heilladís er fylfull við Auð frá Lundum sem mér finnst vera óvenjulega flottur hestur.

 

Sköpulag: 8,5 8,0 8,0 8,5 7,5 8,0 8,0 9,0 samtals 8,09 

hæfileika: 8,5 8,5 8,0 8.0 8,5 9,0 8,5 9,0 8,5 samtals 8,46 aðaleink. 8,32 

 

 heillads_siss.0810_001  heillads_siss.0810_002
 heillads_siss.0810_004  heillads_siss.0810_009
 heillads_siss.0810_006  heillads_siss.0810_005
heillads_siss.0810_011  heillads_siss.0810_015
 heillads_siss.0810_014  heillads_siss.0810_012
 heillads_siss.0810_020  heillads_siss.0810_018
   
   

25
Oct 10

Nú er ég búin að skrifa um hryssurnar sem eru farnar úr ræktun hjá okkur og komin tími til að skrifa um þær sem  komnar eru í ræktun, en á þessu ári eru það tvær, hálfsysturnar Heilladís og Silfurtá. Silfurtá er undan Myllu frá Selfossi og Suðra frá Holtsmúla. Mylla frá Selfossi er undan Musku frá Stangarholti og Kolfinni frá Kjarnholtum.

Þegar Silfurtá var veturgömul slasaðist hún illa á fæti, fannst með slitna sin á afturfæti, svo illa að tveir  dýralæknar gáfu henni dauðadóm. Á þessum tíma gékk þetta brösulega hjá mér og var ég nýbúin að þurfa að fella tvö stórættuð tryppi og var ekki á því að fella það þriðja. Enda var ég búin  að sjá mjög flotta takta hjá henni sem folaldi  og var alveg tilbúin að reyna allt sem hægt væri. Svo ég hringdi í Susi Braun sem var frekar nýkomin til Íslands og vissi ég að hún notaði Ýmsar aðferðir sem ekki voru venjulegar hér á landi. Svo vildi til að hún var stödd erlendis en þegar ég var búin að útskýra málið fyrir henni, var hún harðákveðin í að reyna að bjarga henni. Hún sagði mér að það væru miklar líkur á því að hún myndi hafa það og þónokkur möguleiki á því að hægt væri að ríða á henni líka. Björgvin þórisson félagi hennar, og hún tóku málið að sér, Silfurtá var sett í gips og stóð inni í stíu í hálft ár nánast hreyfingalaus. Þetta var ótrúlega mikið álag á lítið tryppi, en hún var frá fyrstu stundu draumasjúklingur, það var eins og hún vissi að hún þurfti á okkur að halda til að hafa það af. Hún stóð eins og klettur þegar gipsið var sagað af henni í fyrsta sinn með slípirokk og það var alveg sama hvað hún var stungin oft með sprautunál, það var eins og það snerti hana ekki. Eftir á að hyggja held ég einmitt að geðslagið hennar hafi verið stór þáttur í því að hún bjargaðist, hún tók öllu með jafnaðargeði. Hún var alltaf jákvæð og yfirveguð. Þegar hálft ár var liðið frá slysinu, fór hún til frekarri umönnunnar til Helgu í Flagbjarnarholti, þar dvaldist hún í u.þ.b  hálft ár, þar var hún þjálfuð, meðhöndluð og dekruð, eins og BARA Helga og Súsi geta. Það kom upp ýmis vandamál á leiðinni, en Súsi var alltaf skrefinu á undan, ekkert kom henni á óvart, hún hafði alltaf svar við öllu. Frá Flagbjarnaholti lá leiðin í Áskot til Arnheiðar og Jakobs þar sem sundið var liður í því að ná bata og Susi fylgdi henni eftir. 

Endirinn á vísunni var sá, að á fimmta vetur var hún tamin, tamningin gékk vel og sýndi hún strax flottar hreyfingar og gott geðslag. Þótt hún hafi ekki verið hölt, var fóturinn alltaf eitthvað að ángra hana og ef henni var riðið ákveðið mikið bar á bólgu í fætinum. Á sjötta vetur reyndi ég aðeins meira en það var augljóst að fóturinn var of stirður og plagaði hana alltaf eitthvað, svo í vor ákvaðum við bara að halda henni.  Enda var ég búin að kynnast henni nóg til að finna að hún var gott hestefni, jöfn og góð fjórgangshryssa, búin að erfa frábæra stökkið hans pabba síns, flottur fótaburður og  geðslagið og viljin mjög góður. Silfurtá var haldið undir Hróðssonin Hug frá Ketilsstöðum sem er kraftmikill alhliða hestur með flottan dóm 8,51 fyrir hæfileika 5 vetra gamall. 

 silfurt_-1Það var komið drep i beinið  silfurt__2 Silfurtá komin i gips
silfurt_003Sissel tók sér tima til að knúsa hana, enda ekki erfitt, elskuleg eins og hún var.  silfurt_     Mikill bati
                                                       Barnaleikföng voru notuðsilfurt__8  silfurt__7Susi með laserin, Eir og Ellen aðstoða
 silfurt__4Kjúkan mjög sigin  silfurt_001Svona litur hún út í dag, það þarf ekki að kvetja hana mikið til að syna sig.
 

 

20
Oct 10

vakning10_5Jæja, þá er það hún Vakning frá Ketilsstöðum, stoltið og heiðursverðlaunahryssan sem ég ætla að skrifa um. Vakning er orðin 25 vetra gömul undan Snekkju frá Ketilsstöðum og Hrafni frá Holtsmúla. Hún var efsta hryssa í fjögurra vetra flokki á FM´89 og hæðsti dómur hennar er 8,02, með 8,27 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir skeið og vilja, aðeins fimm vetra gömul. Á landsmótinu 2004 hlaut hún síðan heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.

 Vakning eignaðist fimmtán afkvæmi, níu hryssur og sex hesta, átta þeirra hafa hlotið kynbótadóm. Aðaleinkunn þeirra er 8,10 og hafa sex þeirra hlotið 1 verðlaun. Eins og er eru tvær hryssur undan Vakningu í ræktun hér hjá okkur, en það eru Hlín og Hefð. Hlín var sýnd á FM´99 fjögurra vetra gömul,og fékk 7,94 í aðaleinkunn og árinu  á eftir fékk hún 8,10 i aðaleinkunn þ.a 9,0 fyrir vilja og 8,5 fyrir skeið. Hefð var synd aðeins fjögurra vetra gömul á LM´02 fékk 8,03 og fór beint í ræktun. Þriðja Hryssan, Alda undan Gusti frá Hóli drapst á sjötta vetur fylfulla við Leikni frá Vakursstöðum, en fimm vetra gömul var hún komin með 8,35 í aðaleinkunn og fannst okkur mikil eftirsjá í henni enda alger gæðingur. Svo er það hún Bylgja fjögurra vetra alsystir Brimnis, hún er falleg og efnileg hryssa og ætlaði ég að sýna hana í kynbótadóm í haust en hún marðist í hóf stuttu fyrir og var hún greinilega ekki alveg búin að jafna  sig því að á syningardaginn heltist hún aftur og var ekkert annað að gera en að fara af baki, hlaut hún þó 8,09 fyrir sköpulag sem er ágætis byrjun. 

Undan Vakningu hafa komið þrír fyrstu varðlauna stóðhestar, Ægir, albróðir Öldu var sýndur fjögurra vetra á LM 2000 og fékk 7,95 í aðaleinkunn, árið  eftir varð hann  efsti stóðhestur í fimm vetra flokki á HM í Austurriki0 2001 með aðaleink. 8,25. Í framhaldi af því var hann seldur til Danmerkur og feldur þar nokkrum árum seinna vegna fótameiðsla. Vakar er undan Brjáni frá Reykjavik og er einnig með 8,25 í aðaleinkunn. Hann er með 8,28 fyrir sköpulag og 8,23 fyrir hæfileika þ.a. sex níur og byrjaður á keppnisbrautinni með ágætis árangur. Þriðji sonurinn er síðan Brimnir undan Álfasteini sem er fimm vetra gamall með 8,45 í aðaleinkunn. Brimnir er hæðstdæmdi fimm vetra folinn í heiminum i ár, er með 8, 28 fyrir sköpulag og 8,56 fyrir hæfileika þar af 9,0 fyrir skeið og vilja eins og móðirin. Í fyrra sónaðist Vakning fylfull við Álffinni en einhvertíma vetrarins missti hún það og ekkert gékk að koma í hana fyli í sumar, enda er hún orðin ansi veil í fótum og liklega ansi tæpt að ætla henni þetta mikið lengur. Undan Vakningu eru til tvö myndartryppi undan þeim bræðum Gandálfi og  Alvari sem við gerum okkur miklar vonir með. Þó að aðeins séu til tvær hryssur í ræktun hér hjá okkur undan Vakningu eru til tvö afkvæmi Ægis en hann var notaður pínulítið á Ketilsstöðum áður en hann fór utan og komu tvö úrvalshross út úr því, þau Júlía og Kraflar. Svo eru til tvær ungar Álfasteinsdætur þær Bylgja dóttir hennar og Drift dótturdóttur hennar undan Hefð sem við gerum okkur miklar vonir með. Það er vissulega mikil eftirsjá af Vakningu, sérstaklega þegar við erum búin að míssa sum afkvæmi hennar allt of snemma, eins og alsyskinín Öldu og Ægir, en hún skilur samt eftir sig sterkan ættboga í stóðinu hjá okkur. 

vakning_72   vakning_ketilsstum_lm_20040703-5         Jón Bergsson og Vakning LM 2004
 hlin_fra_ketils1       Hlín og Bergur LM 2000  gir_ketilsstum_hm2001-10-6-5      Ægir og Bergur á HM 2001
 hefd             Hefð og Begur LM 2002  alda1           Alda og Bergur FM 2007
 hafnarfj._28_mai_yfirlit_091   Vakar og Max Olausson     hafnarfj._28_mai_yfirlit_058Brimnir og Bergur
 vakningmirra_og_afkvmi09_033  vakningmirra_og_afkvmi09_013_-_copy    Pegasus undan Alvari, f. 2009
 julia121   Bergur og Júlía undan Ægi  kraflar_ketilsstum_hella_20080530-001    Olil og Kraflar undan Ægi
     

14
Oct 10

muska08_2Muska frá Stangarholti er líka farin úr ræktun en hún drapst í fyrra aðeins 15 vetra gömul,hún varð fyrir því að eitthvað stakkst í gegn um bógblaðið og virtist hún ná sér að fullu eftir það en seinna um veturinn datt hún dauð niður og vitum við enga skyringu á því. Hún var dóttir Muggu frá Kleifum sem ég skrifaði um hér i greinini á undan, faðir hennar var  Frama frá Bakka, en Frami er undan Létti frá Sauðarkróki og svo er hann sammæðra Baldri frá Bakka, undan Söndru frá sama bæ. Muska var með 7,79 í kynbótadóm, um 8,5 fyrir flest atriði í hæfileikum. Hún var sýnd sem klárhryssa en bjó yfir einhverju skeiði, sem kemur ágætlega fram í mörgum af hennar afkvæmum.   Muska var með jafnar og góðar gangtegundir og eins og móðir hennar var hún með  skemmtilegt tölt, táhreint og auðveld og sjálfberandi. 

Muska eignaðist tíu afkvæmi átta hestar og tvær hryssur. Eins og er, er búið að fara með fimm þeirra í kynbótadóm, aðaleinkunn þeirrra er  8,08 og fjögur þeirra eru með fyrstu verðlaun. Hryssurnar tvær eru báðar í ræktun hjá okkur, en það eru þær Mylla og Gráhildur. Mylla var tamin á fimmta vetur, fór í fyrstu verðlaun og lenti í sjötta sæti í fimm vetra flokki á LM´02  með 8,15. í aðaleinkunn.  Gráhildur var tamin og synd fjögurra og fimm vetra og endaði með 8,12 í aðaleinkunn. Gormur sonur hennar er með 8,22 í aðaleinkunn, jafn fyrir byggingu og hæfileika og var í úrslitum í B flokki á síðastliðnu landsmóti, Magni var að fara til Swiss og Monsi er að byrja í keppni í Noregi. 

Það er eftirsjá í Musku úr ræktun, afkvæmin hennar sem eru tamin, eru öll skemmtileg, flest auðsveip, ganghrein, með  auðvelt og hreint tölt og mörg þeirra vel prúð. Yngsta afkvæmið hennar er stór  og myndarlegur tveggja vetra foli undan Álfasteini, en hann er með henni á myndinni og þótt ótrúlegt sé, virðist þetta vera eina myndin sem til er af Musku.  

  siss.mif.10_029Mergur og sigurður V. Mattiasson           island1_550Gormur og Olil Amble
 kynbtas._0710_008    Magni og Bergur Jónsson  grahildur_fra_selfossi     Gráhildur og Olil Amble
     monsi_og_iselin_001Monsi og Iselin Stöyen      mylla_og_orka_me_folld10_004Mylla og Álffinnssonur´10 
 

11
Oct 10

Jóhannes á Kleifum.

ss0010Nú hafa þær breytingar orðið á, að nokkrar af gömlu hryssunum okkar eru hættar að eiga folöld. Aldursforsetin er hún Mugga frá Kleifum sem er orðin 28 vetra, hún er  undan Hnokka frá Steðja og Lygnu frá Kleifum. Mugga var aðeins með 7, 56 í aðaleinkunn í kynbótadóm, þ.a 8,5 fyrir tölt en aðeins 7,49 fyrir sköpulag. Hún var mjög góður töltari og stóð sig vel í töltkepnum á sínum tíma. Þetta er einmitt það sem mér finnst hún erfa sterkast frá sér, þetta takthreina sjálfberandi tölt. Mugga átti  fimmtán afkvæmi þ.a fimm hryssur  og tíu hesta. Dætur hennar Lygna og Muska hafa reynst góðar ræktunnarhryssur en undan Lygnu hafa komið til dóms átta hross og meðaltal þeirra er hvorki meira né minna en 8,22 þar af eru sex þeirra með fyrstu verðlaun. Lygna hefur gefið farsæl keppnishross og urðu m.a tvö afkvæmi hennar íslandmeistarar í slaktaumatölti sama árið, Kylja í opna floknum og Baldvin í meistaraflokki.

Hin dóttirin,  Muska drapst aðeins 15 vetra gömul, fylfull með Kraflari. Yngsta afkvæmið hennar er grár tveggja vetra foli undan Álfasteini. Muska eignaðist  tiu afkvæmi og hafa  fimm þeirra hlotið kynbótadóm, aðaleinkunn þeirra er 8,08  og þ.a eru fjögur með fyrstu verðlaun. Ætla að skrifa betur um Musku í næstu grein þar sem hún er ein af þeim merum sem eru farnar úr ræktun hjá okkur. 

Muggur sonur Muggu var keppnishestur Freyju í sex ár og urðu þau m.a tvöfaldir landsmótsmeistarar og  áttfaldir íslandsmeistarar. Magni sonur hennar var lengi vel keppnishestur Nils christian Larsen og urðu þau m.a noregsmeistarar í 4 gangi og var hann i norska landsliðini á norðurlandamótinu með nýja eiganda sínum Anine Lundh. Fleiri synir hennar hafa orðið  farsælir keppnishestar, eins og Dugur sem hefur staðið sér vel i 5 gangsgreinum fyrir norðan, Andvari hefur gert það gott í slaktaumatölti og fimmgangsgreinum í Noregi og Naggur og Skuggi standa sig vel í Sviss.

Dæturnar urðu fimm og engin dóttir hennar í ræktun hjá okkur eins og er, eitt merfolald undan Austra frá Austurkoti drapst, Lygna er ekki í okkar eigu og Musku misstum við í fyrra. Tvær ungar hryssur eru til undan henni, en það eru alsystur undan Ljóna, tveggja og þriggja vetra gamalar.

Mugga var fyrsta hrossið sem ég eignaðist frá Jóhannesi á Kleifum í Gilsfirði og var móðir hennar Lygna, 1 verðlauna hryssa, við eignuðumst  Muggu þegar Jóhannes setti hana í tamningu til min og var það byrjunin á löngu og farsælu samstarfi hjá okkur í Stangarholti og Jóhannesi og fjölskyldu hans. Voru farnar ófáar ferðir að Kleifum til að skoða hross og ræða málin. Enda var Kleifafólkið gott heim að sækja og Jóhannes var mikill,hesta og hundamaður, með sjálfstæðar og sterkar skoðanir. 

Mugga er á Ketilsstöðum og mun eyða siðustu árum æfi sinnar þar eða eins lengu og hún hefur heilsu til, hún er að verða mjög létt á sér aftur eftir hún hætti að eiga folöld og dettur mér stundum til hugar að hún sé búin að gleyma að hún var einnu sinn tamin,þar sem hún hleypur um í landi Ketilsstaða.

 

 mugga Mugga  26 v. Brynja, Freyja og Steinar 

  Muggur og Freyja Amble Gislad.

muggurlm2002 

 magni Magni og Nils Christian Larsen   naggur2Naggur og Gry Hagelund

  Andvari og Mia Möllermugga_003 

 mugga_004Dugur og Steinar Amble Gíslason
 mugga_002Mugga á Ketilsstöðum, júni´10  mugga_001           Mugga 28 v.
11
Oct 10

 

Þótt ótrúlegt sé er Bergur að verða 50 ára, hingað til hefur hann ekki verið mjög afmælisglaður og á fertugsafmælinu sinu lét hann sig hreinlega hverfa í nokkra daga.

Siðan eru liðin tíu ár og liklega hefur hann þroskast, því nú er komið annað hljóð í strokkinn.

Læt ég hér fylgja auglýsinguna sem við settum i Dagsrána hér um daginn.

 

bergur_50_ra_001

28
Aug 10

Álfadís er komin heim, en hún er búin að vera á Þúfu hjá Orra í dágóðan tima. Hún er orðin fylfull, tæplega mánuð gengin með. Hér er Álfadís með folaldinu sínu, en það er hryssa undan Dug frá Þúfu. Hún reyndist vera veik af hrossapestinni og er heimavið þangað til hún er búin að jafna sig. Veðrið í dag var æðislegt  og Karen Rós, dótturdóttir Bergs notaði tækifærið og settist á bak Álfadís sem var hin ánægðasta með það, eins mannelsk og hún er.

 lfads_og_karen_rs_002 lfads_og_karen_rs_001-1 

27
Aug 10

Jæja þá erum við komin að vestan, en þar vorum við í fimm daga  að sýna kynbótahross, en vegna pestarinnar náðum við ekki að sýna neinar hryssur í vor, því þær voru orðnar veikar þegar fyrri kynbótasýningar stóðu yfir. 

Vegna veikinda Bergs fengum við Jakob Sigurðsson og Sigurð Vigni Matthíasson til að  aðstoða okkur í þetta sinn, en alls voru sýnd þrettán hross á okkar vegum. Þar af var einn stóðhestur, Mergur frá Selfossi, sem var sýndur í vor en hóstaði einu sinni í síðustu ferð sýningarinnar og hlaut ekki dóm. Núna er hann hinsvegar frískur aftur og hlaut hann 8,05 í aðaleinkunn, þ.a 7,83 fyrir sköpulag og 8,20 fyrir hæfileika. Í  fyrra var hann  með einkunnina 7,97,  4 vetra gamall, þá sýndur sem klárhestur. Núna fékk hann 8,0 fyrir skeið en lækkaði þá  á ýmsum öðrum stöðum.

Heilladís var sýnd aftur, en hún er fimm vetra gömul undan Álfadísi frá Selfossi og Suðra frá Holtsmúla, núna gekk  mun betur enn  í fyrra, en þá var hún með 7,63. Þá var hún sýnd án skeiðs, en hlaut 8,0 fyrir það núna og endaði í 8,32 í aðaleinkunn, 8,09 fyrir sköpulag og 8,46 fyrir hæfileika. 

Hafdís frá Hólum er 5 vetra gömul Álfasteinsdóttir hún hlaut hún 8,27 í aðaleinkunn þar af 8,65 fyrir hæfileika, en fjögurra vetra gömul var hún með 7, 90.

Gátt frá Dalbæ er undan Storku frá sama bæ og Adam frá Ásmundarsstöðum. Hún hlaut  8,20 í aðaleinkunn þar af 8,14 fyrir hæfileika, en í fyrra var hún með 7, 90, fjögurra vetra gömul.  Gáta frá Hlíð  er fimm vetra gömul undan Glódísi frá Eyrabakka og Álfasteini frá Selfossi, hún var sýnd í fyrsta sinn og hlaut hún 7, 67.

Svo eru það fjögurra vetra hryssurnar, þær eru flestar náskyldar og hvor annari skemmtilegri, alls voru þær átta.   Bylgja alsystir Brimnis marðist i hóf og var óljóst hvort hægt væri að sýna hana, við reyndum samt og beðið var fram á siðustu stundu en hún reyndist hölt. Hún hlaut 8,08 fyrir byggingu, sem má teljast góð byrjun þar sem fótagerð og hófar eru langt undir getu almennt á þessum tima.

Efstar voru hálfsysturnar Lilja Dís frá Fosshofi og Sýn frá Ketilsstöðum með 7, 94. Þær eru  undan Álfasteini, en mæður þeirra eru Lilja frá Litla Kambi og Snilld frá Ketilsstöðum. Lilja Dís hlaut 7,84 fyrir byggingu og 8,0 fyrir hæfileika og Sýn hlaut 7,90 fyrir byggingu og 7,96 fyrir hæfileika. 

Svo var það litla systir Álfadísar hún Aðaldís frá Syðri Gegnishólum, undan Grýlu frá Stangarholti og Aðal frá Nýja-Bæ. Hún hlaut 8,04 fyrir byggingu og 7,80 fyrir hæfileika samtals 7, 90 í aðaleinkunn. 

HálfsysturnarVédís frá Hellubæ og Drift frá Ketilsstöðum undan Álfasteini  fengu báðar  samtals 7,79 í aðaleinkunn. Védís er undan Vöku frá Hellubæ og fékk 7,72 fyrir sköpulag, 7,83 fyrir hæfileika. Drift er undan Hefð frá Ketilsstöðum hlaut hún 7,94 fyrir sköpulag og 7, 68 fyrir hæfileika. 

Hátign frá Ketilsstöðum er undan Dalvari frá Auðsholtshjáleigu og Þernu frá Ketilsstöðum, hún hlaut 8,03 fyrir sköpulag, 7,57 fyrir hæfileika og samtals 7, 76.

Hóladís frá Hólum rak síðan lestina í þetta sinn, hún er undan Frigg frá Miðsitju og Gígjari frá Auðsholtshjáleigu hún fékk 7, 50 fyrir sköpulag og 7,58 fyrir hæfileika, samtals 7,55.

Það var gaman og gott að vera á Miðfossum þessa daga, aðstaðan mjög góð og með smá lagfæringum mætti gera Miðfossa að einum skemtilegasta sýningarstað landsins. Svo þökkum við Helga staðarhaldara fyrir góðar móttökur og þeim Jakobi og Sigga fyrir aðstoðina.

 siss.mif.10_031Mergur 6 v.  siss.mif.10_029
 siss.mif.10_016Heilladís 5 v.  siss.mif.10_022
 siss.mif.10_011 Hafdís 5 v.  siss.mif.10_012
 siss.mif.10_009 Gátt 5 v.  siss.mif.10_010
 siss.mif.10_008 Gáta 5 v.  siss.mif.10_007
 siss.mif.10_028 Lilja Dís 4v.  siss.mif.10_026
 siss.mif.10_032 Sýn 4 v.  siss.mif.10_033
 siss.mif.10_002 Aðaldís 4 v.  siss.mif.10_004
 siss.mif.10_037 Védís 4 v.  siss.mif.10_040
 siss.mif.10_006 Drift 4 v.  siss.mif.10_039
 siss.mif.10_013 Hátign 4 v.  siss.mif.10_014
 siss.mif.10_024 Hóladís 4 v.  siss.mif.10_025
   Myndir : Gangmyllan.

19
Aug 10

Jæja,  þá er siðasta kynbótasýning ársins framundan, hún verður haldin á Miðfossum í Borgarfirði og byrjar næstkomandi mánudag. Við vorum búin að skrá hrossin okkar á Hellu en vegna veikinda Bergs færðum við öll hrossin yfir á Miðfossa, en hann fékk sýkingu i gallblöðruna og er búinn að vera á spitala í viku. Við eigum eftir að sýna slatta af hryssum en þær voru orðnar veikar þegar kynbótasýningarnar voru í vor, sum hrossanna eru enn veik og verða því miður ekki sýnd í ár eins og t.d Flugnir en hann er enn með í lungunum og er ekki í þjálfunnarástandi. 

En það eru nokkrar ungar og vel ættaðar hryssur sem verða sýndar eins og t.d þær Hátign og Drift frá Ketilsstöðum en þær eru fjögurra vetra gamlar og þessi mynd var tekinn af þeim þegar þær voru að leggja loka hönd á verkið,

en það skiptir auðvitað máli að líta vel út, vera tanaður og fínn.

drift_og_htign_i_slbai_001 

13
Aug 10

Jæja, þá koma loksins aftur fréttir. Tölvan er búin að vera biluð og engin smá vinna að koma hana aftur í lag. Ýmislegt er búið að gerast, en það helsta er að við sýndum nokkur hross á kybótasýningunni sem var á Hellu í lok júlí. Hrossin okkar eru smá að verða frísk aftur eftir löng veikindi, eða það er að segja þau hross sem veiktust fyrst. Veikindin virðast taka óratíma og ótrúlegt hversu litla athygli hún fær hjá stjórnvöldum. Heil stétt búin að vera atvinnulaus í marga mánuði. Á mörgum stöðum eru veikindin á hápunkti og virðist margir halda að hún sé í rénum vegna þess a mótahald er komið af stað aftur. En það er bara litill hópur hrossa sem teljast orðin frísk aftur.

En hvað með það, við sýndum sem sagt þrjú kynbótahross á Hellu, Amazon sem er í eigu dóttir Bergs, Guðbjörgu Önnu Bergsdóttir, Magni frá Selfossi sem nýbúið er að selja Möru Staubli í Swiss og Hafdísi sem er ræktun og í eigu Vildísar og Steindórs á Hólum.  

Auk þess var sýndur Askur frá Ketillstöðum sem er 6 v. í eigu Hjördísar Árnadóttir og Sigurðs Vignis Mattíassyni.

 

Amazon er fjögurra vetra gamall, undan Orku frá Gautavík og Natani frá Ketilsstöðum, hann fékk fyrir sköpulag 8,24, 7,72 fyrir hæfileika þ.a 8,5 fyrir háls og herðar og tölt og 9,0 fyrir samræmi enda ákaflega lofthár og fallegur foli. Samtals hlaut hann 7,93. Til gamans má geta að hann er fyrsta afkvæmi Natans sem fer í kynbótadóm og gerum við okkur miklar vonir með hann á næsta ári þegar hann er búinn að fyllast og öðlast styrk til að fylgja hreyfingum sínum betur eftir.

Magni frá Selfossi var sýndur aftur, hann er sex vetra undan Musku frá Stangarholti og Leikni frá Vakursstöðum. Hann var með 7,85 í fyrra en fékk 7,88 núna. Við vorum mjög ósátt við 7,5 fyrir háls og herðar sem hann fékk í fyrra en núna var staðið við það og hann lækkaður enn nú frekar fyrir byggingu. Þá er lítið hægt að gera þótt hann hækki fyrir hæfileika, klárhestar eiga hvort eð er erfitt með nýja fyrirkomulagið. Enda eru þeir í hugum margra, annarsflokks hestar, ófullkomnir. Hann hlaut 8,5 fyrir flest allt í hæfileikum og er efnilegur hringvallahestur. Það er eins gott að hann fékk ekki hærra svo einhverjum gæti dottið í hug að nota hann, að rækta hringvallahesta virðist  ekki alltaf æskilegt takmark. Maður fær nokkur  símtöl á dag, þar sem spurt er um efnilega eða reynda keppnishesta og það virðist engin veginn vera til nóg af svoleiðis hestum, skrýtið.......

Svo sýndi Bergur Hafdísi frá Hólum en hún er fimm vetra dóttir Spurningar frá Ölvaldsstöðum og Álfasteins frá Selfossi. Í fyrra var Hafdís með 7, 90 en núna hlaut hún 8,11,  7, 70 fyrir byggingu og 8,38 fyrir hæfileika. Hafdis er flugviljug og frábær gæðingur þó að nokkrir þættir í byggingunni mættu betur fara.

Sigurður Vignir Mattiasson sýndi Ask frá Ketilsstöðum sex vetra gamlan, sem var seldur Hjördísi Árnadóttir þegar hann var fjögurra vetra gamall. Askur er undan Þöll frá Ketilsstöðum og Álfasteini frá Selfossi, hann fékk 8,05 i byggingu, 8,20 fyrir hæfileika og 8,14 samtals. Að sjá er Askur gullfallegur og efnilegur og jafnvigur alhliðahestur, sem gaman verður að sjá hverning þróast í framtíðinni og viljum við nota tækifærið að þakka þeim Sigurði Vigni og Hjördisi fyrir sýninguna á honum.

  kynbtas._0710_002Amazon 4 v.    kynbtas._0710_008Magni 6 v.
 kynbtas._0710_004 Askur 6 v.  kynbtas._0710_007 Hafdís 5 v.

07
Jul 10
alfur1Var með samantekt hérna um daginn um Álfastein og afkvæmin hans og nú finnst mér vera við hæfi að skoða útkomuna hans Álfs. En hann er annar sonur Álfadísar og að nokkru leiti mjög likur henni, frábær hreyfigeta og svo virðist hann hafa erft þetta einstaka og frábæra geðslag hennar. 

Eins og staðan er í dag er hann með 7 sýnd afkvæmi, þar af eru tvö með 8,0 eða hærra og hæðst þeirra er Álfadrottning  5 v. frá Austurkoti með 8,32 í aðaleinkunn, eitt hross eru með 7,96, en þrjú eru með frá 7,81 til 7,82 og lægst þeirra er 5 v hryssan Álfrún frá Rökstua með 7, 66. 

 Meðaleinkunn sjö sýndra afkvæma er 7,93 sem hlýtur að teljast mjög flott útkoma.  

Svo má reikna með þvi að fleiri akvæmi hans koma i dóm, þegar liður á sumarið, en ástandið setur auðvitað svip á allt syningarhald þetta árið en vitað er um marga  lofandi graðhesta almennt, sem eru komnir í hryssur og verða ekki sýndið fyrr en á næsta ári. Spurningin er hvort að ungu hrossin hafi úthald í svona langt timabil og það vitum við auðvitað ekki fyrir visst fyrr en á það hefur verið reynt.Þetta bitnar auðvitað meira eða minna á alla og allveg öruggt er að heildaútkoma ársins raskas. En einhver rauður þráður er sjáanlegur og finnst mér mjög gaman að spá i spilin.

lfadrttning_001

 

 

 

 

 

Álfadrottning frá Austurkoti

Knapi: Pall Bragi Hólmarsson

06
Jul 10

Á síðustu dögum hafa fæðst hjá okkur tvo hestfolöld til viðbótar undan Álffinni, en mæður þeirra eru Vænting og Gráhildur.Við fengum fyrst þrjú einlit, svo þónokkur skjótt i röð og núna voru það tvö einlit. Brúnn hestur undan Væntingu og jarpur hestur sem verður grár undan Gráhildi.

okkur sýnist vera mikill svipur með þeim sem fædd eru, þau eru mjög reist með skásetta bóga og virka fótahá.

 lffinnsafkvmi0710_001
 lffinnsafkvmi0710_002
 

 

29
Jun 10

Við fórum á Hellu í dag að skoða kynbótahross, bara svona í gamni, en verð nú að viðurkenna að við vorum búin að frétta af því að það ætti að sýna nokkra hesta sem okkur langaði að sjá. Auðvitað fórum við ekkert heim strax þegar hollinu lauk heldur vorum við þarna allan daginn, enda ekki leiðinlegt því þarna kom fram þó nokkuð af góðum hestum sem gaman var að horfa á. Á meðan við vorum þarna sáum við Álfasteinssoninn Sporð frá Bergi en hann er 5 v. gamall og fékk hann 8,24 í aðaleinkunn. Hann var flottur og mjög efnilegur alhliðahestur, en fyrr í dag var sýndur annar Álfasteinssonur en það var Glitnir frá Eikarbrekku, sem er 4 v.og fékk 8,08  aðaleinkunn. 

Eins og staðan er í dag er hann með 17 sýnd afkvæmi, þar af eru tíu með 8,0 eða hærra og hæðstur þeirra allra er Brimnir 5 v. frá Ketilsstöðum með 8,45. Fjögur hross eru með 7,90-8.00, en aðeins þrjú með lægra og lægst þeirra er 5 v hryssan Fjóla frá Holtsmúla með 7, 29. 

 Meðaleinkunn sautján sýndra afkvæma er 8,01 og er ekki hægt að segja annað enn að sú útkoma sé glæsileg. 

 hafnarfj._28_mai_yfirlit_058Brimnir frá Ketilsstððum, aðaleink.8,45 

 

Mynd : Gangmyllan.

 004Sporður frá Bergi, 5v. aðaleink.8,24

Knapi: Daniel Jónsson. 

Mynd: Kolbrún Grétarsdóttir.

  

27
Jun 10

Það verður að segjast eins og er það er hálfskrýtið tímabil núna, við erum ekki búin að ríða út í um fjórar vikur og lansmótið hefði átt að hefjast í dag. Maður hefur nánast ekki farið í reiðbuxurnar í mánuð, þetta er ótrúleg staða. En vonandi fer að greiðast úr þessu, allavega sýnist okkur hrossin vera að hressast.  Vonandi fer maður að geta þjálfað  og sýnt einhver kynbótahross í lok júlí eða á síðsumarsýningu.

En það eru alltaf einhverjar bjartar hliðar og við hittum enga tamningamenn öðruvisi en að talað sé um hversu mikið sé búið að girða og taka til.

Eitthvað höfum við gert lika eins og allir hinir,girðingar eru að verða í allgóðu lagi og svo er verið að stækka hólinn sem húsið stendur á, með því að hlaða grjóti  og keyra að efni. Við erum ekki nærri búin en það er nú ekki erfitt að sjá að heilmikið sé að gerast.

 sri_10_004
 syri_10_4
 syri_10_3

23
Jun 10

Áfram held ég að skrifa um uppeldið okkar fyrir austan, því mér finnst við vera gæfusöm að hafa svon góðan og skemmtilegan stað til að ala upp hrossin okkar. Svo tók ég líka svo margar skemmtilegar myndir sem mig langar að syna ykkur. Myndirnar sem fylgja eru af tveggja og þriggja vetra folunum þar sem þeir eru saman í girðingu á Ketilsstöðum. 

 ketilsstair_110610_017  ketilsstair_110610_018
 ketilsstair_110610_019  ketilsstair_110610_021
 ketilsstair_110610_022  ketilsstair_110610_023
 ket_007  ket_005
 ketilsstair_110610_038  ketilsstair_110610_007
 ketilsstair_110610_025  ketilsstair_110610_027
 ketilsstair_110610_033  ketilsstair_110610_031
 ket_003  ketilsstair_110610_016
 ketilsstair_110610_001  ketilsstair_110610_003

       Myndir: Gangmyllan.

Sá brúnskjótti er 3 v. er undan Kröfla frá Horni 1 og Ljóna fra Ketilsstöðum.

Sá rauðskjótti er 3 v. unda Grylu frá Stangarholti og Orra frá Þúfu.

Sá rauði er 2 v. undan Framkvæmd frá Ketilsstöðum og Gandálfi frá Selfossi.

Sá brúni sem er með rauða hestinum er 3 v.undan Þernu frá Ketilsstöðum og Sveini Hervari frá Þúfu.

Sá grái er 3v.undan Musku frá Stangarholti og Natan frá Ketilsstöðum.

Sá rauðglófextblesótti er 2 v. unan Oddrúnu frá Ketilsstöðum og Glotta frá Sveinatungu.

Sá brúnhalastjörnótti er 2 v. undan Júliu frá Ketilsstöðum og Gaum frá Auðsholtshjáleigu.

Sá brúnstjörnótti er 2 v. undan Væntingu frá Ketilsstöðum og Gaum frá Ausholtshjáleigu og

sá brúni er 2 v. undan undan Gerðu frá Gerðum og Þóroddi frá Þóroddstöðum. 

 

 

21
Jun 10

Í dag fengum við skemmtilega heimsókn en það var hún Gíslína Jensdóttir á Hellubæ. Hún var á Suðurlandi að sækja Vöku frá Hellubæ, en verið var að halda henni undir Kiljan frá Steinnesi. Þá erum við nú komin að máli málanna, vegna þess að folaldið hennar í ár er undan Álffinni. Það er gullfalleg rauðskjótt hryssa og virðist vera í góðu lagi með hæfileikanna.

Fyrir þá sem ekki vita er hún Vaka með glæsilegan dóm en hún fékk 8,48 fyrir hæfileika aðeins fjögurra vetra gömul klárhryssa. Hún fékk m.a.  9,5 fyrir brokk, stökk og hægt stökk og 9,0 fyrir rest nema 8,5 hægt tölt og 8,0 fyrir fet. Fyrir sköpulag hlaut hún 7,89 og aðaleinkuninna 8,26.

Ég snaraði mér náttúrulega út til að skoða litluna og taka af henni myndir og eins og sést er hún mikið hvít, hmm mig minnir endilega að ég hafi skrifað að ég hefði verið svo ánægð með hvað afkvæmin hans voru lítið hvít en þetta verður bara að vera undantekningin sem sannar regluna.

 vaka_og_lffinnsdttir_210610_030 vaka_og_lffinnsdttir_210610_004 
 vaka_og_lffinnsdttir_210610_018  vaka_og_lffinnsdttir_210610_014
 vaka_og_lffinnsdttir_210610_022  vaka_og_lffinnsdttir_210610_010
 

20
Jun 10

Í dag fór ég með Álffinn út í girðingu en þar biðu hans um  tuttugu hryssur. Hann verður í Flagbjarnarholti í Landssveit hjá Helgu og Valla í allt sumar. Hólfið er passlega stórt, skjólgott og grasgefið. Ég tók þessar myndir þegar hann var  að smala hryssunum saman. 

 lffinnur_t_20_jni10_002  lffinnur_t_20_jni10_004
 lffinnur_t_20_jni10_006  lffinnur_t_20_jni10_010
 lffinnur_t_20_jni10_012  lffinnur_t_20_jni10_014
 lffinnur_t_20_jni10_032  lffinnur_t_20_jni10_016
 lffinnur_t_20_jni10_018  lffinnur_t_20_jni10_020
 lffinnur_t_20_jni10_022  lffinnur_t_20_jni10_024
 lffinnur_t_20_jni10_026  lffinnur_t_20_jni10_030

             Myndir: Gangmyllan

18
Jun 10

Í síðustu viku vorum við á Ketilsstöðum, en við fórum þangað með fulla kerru af mertryppum. Hryssurnar eru hér í Syðri Gegnishólum en uppeldið allt á Ketilsstöðum.  Við vorum að girða, láta gelda, ormahreinsa, skoða og færa til hross. Það er ótrúlegt hvað þar er alltaf gaman að virða fyrir sér tryppin og láta sig dreyma. Myndirnar hér fyrir neðan eru af veturgömlu folunum sem við ætlum að halda gröðum. Það sumar og haust sem þeir eru veturgamlir eru þeir í skóginum fyrir ofan Ketilsstaði. Þar er stórt land með undirlendi, skógi og fjallendi. Þetta er feiknalega skemmtilegt land þar sem folarnir hafa frábæra aðstæður til að vaxa og þroskast.

 vertutgmlu_folarnir_110610_001  vertutgmlu_folarnir_110610_020
 vertutgmlu_folarnir_110610_007Oddrún og Natan  vertutgmlu_folarnir_110610_003
 vertutgmlu_folarnir_110610_004  vertutgmlu_folarnir_110610_005
 vertutgmlu_folarnir_110610_009        Álfadís og Keilir  vertutgmlu_folarnir_110610_012
 vertutgmlu_folarnir_110610_002  vertutgmlu_folarnir_110610_018Framkvæmd og Álfur
 vertutgmlu_folarnir_110610_015   vertutgmlu_folarnir_110610_019
 vertutgmlu_folarnir_110610_011  vertutgmlu_folarnir_110610_026

Sá grái er undan Myllu og Kraflari, sá jarpi er undan Vakningu og Alvari og svo er bleikálótti undan Frigg frá Miðsitju og Glym frá Árgerði.

Eins og sést á myndunum fer mjög vel um folanna, eini gallinn er að faxið fer af þeim, skógurinn og kjarrið sér um það og eru þeir ansi snoðnir þegar að hausti er komið. En það jafnar sig með tímanum og þegar hestarnir eru orðnir tveggja, þriggja vetra er faxið orðið flott aftur.

 

18
Jun 10

Hérna um daginn þegar allt var grátt af ösku, tók ég þessar myndir af Ljóna þegar hann var að leika sér. Hann var kátur og hress og virtist hvorki askan né hrossapestinn hafa mikil áhrif á hann þá stundina.

 ljni_og_amazon_jn10_019  
 ljni_og_amazon_jn10_016  ljni_og_amazon_jn10_012
 ljni_og_amazon_jn10_007  
 ljni_og_amazon_jn10_006  ljni_og_amazon_jn10_010
 ljni_og_amazon_jn10_015  

Select language by flag

Til Sölu

Hilbar Katla hnakkur

We have 47 guests and no members online