Hér koma loksins nokkrar myndir af Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum 6 vetra, sem teknar voru í gær. Hann hefur ekkert komið fram að þessu ári en það getur bara vel verið að við bætum úr því.
Þjálfun hefur tekist vel í vetur og að okkar mati er hann gullfallegur heilsteyptur alhliða gæðingur. Móðir hann er Álfadís frá Selfossi og faðir er Stáli frá Kjarri.
{gallery}Alfaklettur mai 2019{/gallery}
Í uppeldi á Ketilsstöðum er þessi tveggja vetra hryssa, bleikálótt undan Djörfungu frá Ketilsstöðum og Vökli frá Efri-Brú. Sú móálótta er þriggja vetra undan Hlín frá Ketilsstöðum og Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum.
{gallery}Unghryssur i uppeldi 2019{/gallery}
Í nótt fæddist fyrsta folaldið okkar á þessu ári og merkilegt nokk var hún skjótt. Móðir hennar er Heilladís frá Syðri-Gegnishólum og faðir er Ómur frá Kvistum.
{gallery}Heilladis med fyrsta folaldid 2019{/gallery}
Loksins byrjar einn skemmtilegasti tími ársins.
{gallery}Besti timi arsins 2019{/gallery}
Þetta er vinna dagsins hjá Álfarni, moldarbað í blíðunni.
Hér eru nokkrar myndir sem voru teknar austur á Ketilsstöðum síðastliðinn laugardag. Freyja Amble Gísladóttir að heilsa uppá Mugg sinn frá Stangarholti en hann er orðinn 28 vetra gamall. Móðir hanns var Mugga frá Kleifum og faðir Gáski frá Hofsstöðum. Ég er nokkuð viss um að Muggur er eitt af síðustu afkvæmum Gáska, svona líður tíminn. Muggur og Freyja áttu afar flottan keppnisferil, hæst ber líklega tvo Landsmótssigra og að mig minnir unnu þau níu Íslandsmeistara titla.
{gallery}Muggur fra Stangarholti 2019{/gallery}
Hér virðist vera efnileg hryssa á ferð.
Þetta er Strokkur frá Syðri-Gegnishólum, hann er í Californíu í eigu Heidi Benson. Verð að birta þessar myndir og þetta video af þessum yndislega snillingi, þessari mynd og myndband synir svo vel hanns upplag. Hreingengur alhliðahestur með yndislegan persónuleika. Enda er hann undan Grýlu frá Stangarholti (ss. sammæðra Álfadísi )og Orra frá Þúfu. Mikið er gaman þegar allt gengur svona vel og hugsað svona vel um hann, takk Heidi.
Myndbandið hér að neðan og myndin er tekið af sama mótínu, en þau unnu flugskeiðinu.
Strokkur og Heidi Benson á flugskeiði
Vorum á Ketilsstöðum og skoðuðum hrossin öll auðvitað. Hér er Steinar Amble Gíslason að heilsa uppá Álfatrú frá Syðri-Gegnishólum, tveggja vetra dóttur Álfadísar frá Selfossi og Sveins-Hervars frá Þúfu í Landeyjum.
{gallery}Alfatru og Steinar{/gallery}
Þessir ungu graðhestar eru í Ketilsstöðum, annar er tveggja vetra undan Hugrakkri frá Ketilsstöðum og Sjálfum frá Austurkoti. Hinn er þriggja vetra undan Aðaldísi frá Syðri-Gegnishólum og Gangster frá Árgerði.
{gallery}Ungir gradhestar 2019{/gallery}
Undan Einingu frá Lækjarbakka fæddur 2016
{gallery}Alfgrimssonur faeddur 2016{/gallery}
Í dag voru veturgömlu tryppin tekin undan og eru nú á leið í Ketilsstaði þar sem þau munu dvelja þangað til þau eru þriggja og hálfs árs. Þessi unga hryssa er undan Álfhildi frá Syðri-Gegnishólum og Spaða frá Stuðlum.
{gallery}Tryppin tekin undan 2019{/gallery}
Fékk þessa lika skemmtilega mynd af Bergi Jónssyni að keppa á Vör frá Ármóti í Gæðingaskeiði í Meistaradeildinni 2019 þar sem þau enduðu í öðru sæti. Flugskeið! Óðinn Örn Jóhannsson tók þessa mynd.
{gallery}Bergur og Vor 2019{/gallery}
Þetta er Gljátoppur frá Miðhrauni 4ra vetra gamall undan Sölku frá Stuðlum 8,26 og Álfarni frá Syðri-Gegnishólum. Litfallegur og efnilegur foli og ættir hans í mínum huga mjög spennandi, þar sem ömmur hanns eru Þerna frá Arnarhóli og Álfadís frá Selfossi. Jafnöldrurnar og heiðursverðlauna hryssurnar tvær sem voru í þriðja og öðru sæti í 4ra vetra flokki hryssna á LM2000.
Báðar hafa þær reynst miklar ræktunar hryssur og sýnist mér þessi foli ekki ætla að skemma neitt fyrir þeim.
Knapinn er Máni Hilmarsson, ræktandi er Ólafur Ólafsson á Miðhrauni. Eigendur eru Gísli Guðmundsson og Máni Hilmarsson.
Fengum þessar lika finu myndir sendar frá Óðni Erni Jóhannssyni en þær voru teknar á Ræktun 2019 í gærkvöldi í Fákaseli. Þar vorum við með syningu sem Keppnishesta Ræktunnarbú og Ræktunnarbú ársins. Vorum með syningu sem var blönduð af gangtegundum, æfingum og ymiskonar munsturreið. Þetta tókst á köflum vel og var gaman, en ekki hefði sakað að æfa þetta aðeins meira. Tilgangurinn var að reyna að taka þátt í að brjóta upp hefðbundin syningaform og hafa gaman af, gerðum okkar besta og vonum til þess að þetta hafi fallið í góðan jarðveg.
{gallery}Raektun 2019{/gallery}
Sumardagurinn fyrsti er í dag, veðurfræðingar höfðu spáð sól en við sáum ekki mikið af henni. Hvað sem því líður má sjá að aðeins er farið að grænka og þetta er frábæar dagur því hann er afmælisdagur allra hrossa á íslandi.
{gallery}First day of summer 2019{/gallery}
Hrossin sótt með smá aðstoð, Smellið til að sjá video.
Í gær tókum við á móti hópi hestakvenna frá Svíþjóð. Sýnikennsla frá grunn tamningu að keppnisþjálfun, fjórir knapar og u.þ.b 14 hross komu fram. Í lokin var svo farið með hópinn að heimsækja stóðið þar sem Álfadís, eins og vanalega, tók mestu athyglina. Þetta tókst vel enda hress og áhugasamur hópur.
{gallery}Synikennsla i april 2019{/gallery}
Þessir folar eru á öðrum og þriðja vetri og eru í uppeldi á Ketilsstöðum þar sem þessi mynd var tekin fyrir örfáum dögum. Þarna eru margir stórættaðir folar eins og t.d elsti sonur Álfhildur sem er undan Meginn Ljónslappar og Dugssyni. Okkur hlakkar mikið til að temja þennan fola þar sem Ljónslöpp frá Ketilsstöðum (m.a móðir Kötlu) og Álfadís eru ömmur hanns, Heiðursverðlauna og afkasta hryssur enda voru þær gæðingar sjálfar og hafa þær svo sannarlega erft það frá sér.
Stóðið var mjög sátt við heimsóknina eins og sést með því að smella á Video tengilinn.
{gallery}Ungfolar a Ketillstodum 2019{/gallery}