Reiðhöllin verður frá Límtré á Flúðum með einangruðum yleiningum.
Búið að semja við BM Vallá um kaup á húsi með límtrés burðarvirki og vegg- og loft einingar frá Yleiningum. Þá hefur verið samið við Smíðanda á Selfossi um gerð sökkuls og reisingu hússins. Sannkallað sunnlenskt samstarf þar sem límtréð kemur frá Flúðum, Yleiningarnar frá Reykholti og Smíðandi frá Selfossi. Einnig það að öll fyrirtækin auk Gangmyllunnar eru í Árnessýslu. Reiðhöllin mun standa austan við hesthúsið á móts við núverandi rúllustæði. Nú er hönnunarferlið og leyfisumsóknir í vinnslu og jarðvinnuþættir í skoðun.