19
Aug 07

01

Hér á Syðri Gegnishólum er húsakostur frábrugðin því sem við höfðum á Selfossi.

Á jörðinni er nýleg vélaskemma, tæpir 300 fermetrar og í hluta hennar er aðstaða fyrir hross eða 8 stíur. Einnig gefur fjósið möguleika að breyta því í aðstöðu fyrir hross. Höfum við ákveðið  að breyta vélaskemmunni  í hesthús. Eftir breytinguna getum við haft hér um 28 hross á húsi

 

Við höfum  ákveðið  að breyta vélaskemmunni sem á jörðinni er í hesthús.

Húsið sem er stálgrindarhús er byggt 2001. Stærð þess er 10 x 28 metrar. Þetta er vönduð bygging og hentar vel til fyrirhugaðrar notkunar og er hönnunarferlið komið í gang.

Við ætlum að vera með steypta fronta og útbúa 20 stíur 2x3 metrar hver. Húsið verður vélmokað og því þarf að breyta hurðum í stafni, einangra húsið og klæða að innan.