19
Nov 11

Í dag var Ráðstefnan hrossarækt 2011, fórum við á hana og höfðum gaman af. Eins og venja er var farið yfir hrossaræktarárið 2011.
Rástefnan var skemmtileg, bryddað var upp á nýjung sem var nefndastörf, fundargestir voru settir í nefndir og fyrir þá voru lagðar spurningar um ýmis mál varðandi kynbótasýningar á landsmótum.

Þetta finnst mér vera mikil framför og ótrúlega skemmtilegt framtak og auðvitað alveg bráðnauðsynlegt að gefa hrossaræktendum tækifæri á að tjá sig um þau mál sem eru þeim hugleikin. Vonandi verður framhald á þessu og verður vonandi aðeins meiri tími varinn til nefndarstarfa þó varast megi að þetta verði of langdregið. Mætti alveg nota tímann sem notað var í fyrirlestur um uppruna Íslanska hestsins, sem eflaust var mjög fróðleg en að mínu mati átti hún ekki heima á þessum fundi.

Verðlaunaafhendingarnar voru vel undirbúnar,hnitmiðaðar, virðulegar og fræðandi og var þetta besti fundur sem ég hef farið á í langan tíma og þakka fyrir mig.
Álfadís hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og ræktunin okkar, Ketilsstaðir/Syðri Gegnishólar var tilnefnd til ræktunarbú ársins og hlaut viðurkenningu fyrir.

Verðlaunahafar í hrossarækt 2011, hægra megin á myndinni má sjá Gunnar, Kristbjörgu, Þórdísi og Hrannar frá Auðsholtshjáleigu en þau hlutu titilinn ræktunnarmenn ársins 2011 og óskum við þeim innilega til hamingju með það.

raektunarbu 22901
Mynd: Hestafréttir