05
Oct 11

Þá er loksins komið gott veður eftir miklar rigningar undafarnar vikur. Það er búið að vera mikið gott að getað notað reiðhöllina, því eins og veðrið er búið að vera hefði ekki verið hægt að gera mikið af viti.

Nú er það orðið æðislegt, kalt en logn og heiðskírt.

Tryppin eru búin að vera tilbúin til að fara út í nokkurn tíma og nú er gaman að sjá þau hreyfa sig úti og gengur það bara ljómandi vel. Tamið hross fer á undan og tryppin koma á eftir. Eins og gæsamamma og ungarnir.

Þau fara bara vel og eru knaparnir á þeim , Esther Kapinga, Henna Johanna Sirén og Elin Holst,en Bergur leiðir.


frumtamningar_04_10_11_016