08
Sep 11
 

 Það var víst ekki búið að skrifa um síðsumarssýninguna á Hellu, en þar sýndum við fimm hross, tvær fjögurra vetra hryssur í fyrsta dóm og þrjú endursýnd. Fjögurra vetra hryssurnar voru þær Ösp frá Ketilsstöðum og Gersemi frá Syðri Gegnishólum. 

Ösp er dóttír Ör frá Ketilsstöðum, sem er dóttir Framkvæmdar frá Ketilsstöðum  og Kjarvals frá Sauðárkróki. Faðir hennar er heiursverðlaunahesturinn Gustur  frá Hóli.  Ösp hlaut  8,04 fyrir sköpulag, 7,35 fyrir hæfileika og samtals 7, 62. Hún er viljug og ganghrein alhliða hryssa, fotaburður er í meðallagi og hennar aðall er klárlega skeið. Skeiðið var hins vegar engan veginn eins og við gerðum okkur vonir um og hlaut hún aðeins 7,5 fyrir þann eiginleika en hefði getað verið 9,0 ef vel hefði tekist til. Við vitum það svo sem að við rennum oft blint í sjóinn þegar við synum fjögurra vetra hross, maður veit auðvitað aldrei hverning þaug bregðast við nýjum aðstæðum.

Það getur samt verið  hrikalega gaman að vera með og sýna fjögurra vetra hross og held ég að við myndum sakna þess mikið ef að sýningum á þeim aldursflokki yrðu lagðar niður.

Gersemi sem einnig er fjögurra vetra hlaut  8,03 fyrir sköpulag, 7,80 hæfileikar og samtals 7,90. Hún er dóttir Gráhildar frá Selfossi og er elsta afkvæmi hennar, móðir Gráhildar er Muska frá Stangarholti og faðir er Randver frá Nýjabæ. Gráhildur var sýnd fjögurra og fimm vetra gömul, fjögra vetra hlaut hún 7,85 og fimm vetra 8,12, þ.a 9,0 fyrir brokk,tölt fegurð í reið og vilji. Faðir hennar er Leiknir frá Vakursstöðum, sem er með 8,28 í aðaleinkunn og er búinn að standa sig vel á keppnisvellinum. 

Svo sýndum við tvær fimm vetra hryssur, þær Hátign og Bygju frá Ketilsstöðum en þær eru báðar sýndar áður en ekki tekist sem skyldi. Hátign var ekki að meika það núna frekar en hin daginn og endaði í sinn lægsta dóm 7,68, d..............vitleysa, næst verðum við að gera betur, hún getur svo vel farið í góðan dóm, en svona er þetta bara stundum. Hátign er dóttir Þernu frá Ketilsstöðum og Dalvars frá Auðsholtshjáleigu.

Loksins tókst þetta sæmilega með Bylgju, en hún er dóttir heiðursverðlaunahryssurnar Vakningar frá Ketilsstöðum og Álfasteins frá Selfossi sem gerir hana að alsystir Brimnis. Eins og Bylgja er skemmtileg og góð hryssa hefur ymislegt gengið á afturfótunum, eins og í fyrra t.d, varð ég að stiga af baki, akkurat þegar ég var að fara í braut vegna þess að hún steig á grjot í upphitun og heltist og í ár hefur hún tekið upp á því að tölta á útopnu þegar hún átti að skeiða, virðist hún fipast í brautinni, en núna tókst þetta sæmilega og hlaut hún 8,0 fyrir skeið. Hún hlaut 8,08 fyrir sköpulag, 8,13 fyrir hæfileika og samtals 8,11.  þ.a 8,5 fyrir hægt tölt, tölt og vilja, þessi einkunn er samt svo langt frá getu hennar að við höfum ákveðið að gefa henni annað ár í þjálfun.

Við sýndum  einn stóðhest, Amazon frá Ketilsstöðum en hann var með 7,93 fjögurra vetra gamall, lækkaði svo aðeins í vor niður í 7,88 og hækkaði sig svo í 7,95 núna og í þetta sinn var Daniel Jónsson í hnakknum. Sýningin tókst mjög vel að mörgu leyti  og hlaut hann m.a 8,5 fyrir hægt tölt, tölt, stökk og vilja,en því miður lækkaði hann um heilan á skeiði og annað eins á feti, sem ekki náðist að hækka í yfirlitinu. Amazon er sonur Orku frá Gautavík og Natans frá Ketilsstöðum, en undan Orku er einnig Álfasteinssonurinn Almar sem er árinu eldri en Amazon og hlaut hann 8,31 í aðaleinkunn á þessu ári. 

 

 

   

                        sp11_5Ösp  sp11_3
 gersemi11_2                  Gersemi  gersemi11_4
 kynbtasyning_htign_hella_3_jni11_023                   Hátign  
                     bylgja11_2Bylgja  bylgja11
 amazon_ma11_095_7           Amazon  Finn ekki nýjustu myndirnar af Amazon, þannig að þessi verður að duga í bili.

 

Myndir: Gangmyllan