11
Oct 10

Jóhannes á Kleifum.

ss0010Nú hafa þær breytingar orðið á, að nokkrar af gömlu hryssunum okkar eru hættar að eiga folöld. Aldursforsetin er hún Mugga frá Kleifum sem er orðin 28 vetra, hún er  undan Hnokka frá Steðja og Lygnu frá Kleifum. Mugga var aðeins með 7, 56 í aðaleinkunn í kynbótadóm, þ.a 8,5 fyrir tölt en aðeins 7,49 fyrir sköpulag. Hún var mjög góður töltari og stóð sig vel í töltkepnum á sínum tíma. Þetta er einmitt það sem mér finnst hún erfa sterkast frá sér, þetta takthreina sjálfberandi tölt. Mugga átti  fimmtán afkvæmi þ.a fimm hryssur  og tíu hesta. Dætur hennar Lygna og Muska hafa reynst góðar ræktunnarhryssur en undan Lygnu hafa komið til dóms átta hross og meðaltal þeirra er hvorki meira né minna en 8,22 þar af eru sex þeirra með fyrstu verðlaun. Lygna hefur gefið farsæl keppnishross og urðu m.a tvö afkvæmi hennar íslandmeistarar í slaktaumatölti sama árið, Kylja í opna floknum og Baldvin í meistaraflokki.

Hin dóttirin,  Muska drapst aðeins 15 vetra gömul, fylfull með Kraflari. Yngsta afkvæmið hennar er grár tveggja vetra foli undan Álfasteini. Muska eignaðist  tiu afkvæmi og hafa  fimm þeirra hlotið kynbótadóm, aðaleinkunn þeirra er 8,08  og þ.a eru fjögur með fyrstu verðlaun. Ætla að skrifa betur um Musku í næstu grein þar sem hún er ein af þeim merum sem eru farnar úr ræktun hjá okkur. 

Muggur sonur Muggu var keppnishestur Freyju í sex ár og urðu þau m.a tvöfaldir landsmótsmeistarar og  áttfaldir íslandsmeistarar. Magni sonur hennar var lengi vel keppnishestur Nils christian Larsen og urðu þau m.a noregsmeistarar í 4 gangi og var hann i norska landsliðini á norðurlandamótinu með nýja eiganda sínum Anine Lundh. Fleiri synir hennar hafa orðið  farsælir keppnishestar, eins og Dugur sem hefur staðið sér vel i 5 gangsgreinum fyrir norðan, Andvari hefur gert það gott í slaktaumatölti og fimmgangsgreinum í Noregi og Naggur og Skuggi standa sig vel í Sviss.

Dæturnar urðu fimm og engin dóttir hennar í ræktun hjá okkur eins og er, eitt merfolald undan Austra frá Austurkoti drapst, Lygna er ekki í okkar eigu og Musku misstum við í fyrra. Tvær ungar hryssur eru til undan henni, en það eru alsystur undan Ljóna, tveggja og þriggja vetra gamalar.

Mugga var fyrsta hrossið sem ég eignaðist frá Jóhannesi á Kleifum í Gilsfirði og var móðir hennar Lygna, 1 verðlauna hryssa, við eignuðumst  Muggu þegar Jóhannes setti hana í tamningu til min og var það byrjunin á löngu og farsælu samstarfi hjá okkur í Stangarholti og Jóhannesi og fjölskyldu hans. Voru farnar ófáar ferðir að Kleifum til að skoða hross og ræða málin. Enda var Kleifafólkið gott heim að sækja og Jóhannes var mikill,hesta og hundamaður, með sjálfstæðar og sterkar skoðanir. 

Mugga er á Ketilsstöðum og mun eyða siðustu árum æfi sinnar þar eða eins lengu og hún hefur heilsu til, hún er að verða mjög létt á sér aftur eftir hún hætti að eiga folöld og dettur mér stundum til hugar að hún sé búin að gleyma að hún var einnu sinn tamin,þar sem hún hleypur um í landi Ketilsstaða.

 

 mugga Mugga  26 v. Brynja, Freyja og Steinar 

  Muggur og Freyja Amble Gislad.

muggurlm2002 

 magni Magni og Nils Christian Larsen   naggur2Naggur og Gry Hagelund

  Andvari og Mia Möllermugga_003 

 mugga_004Dugur og Steinar Amble Gíslason
 mugga_002Mugga á Ketilsstöðum, júni´10  mugga_001           Mugga 28 v.