19
Aug 10

Jæja,  þá er siðasta kynbótasýning ársins framundan, hún verður haldin á Miðfossum í Borgarfirði og byrjar næstkomandi mánudag. Við vorum búin að skrá hrossin okkar á Hellu en vegna veikinda Bergs færðum við öll hrossin yfir á Miðfossa, en hann fékk sýkingu i gallblöðruna og er búinn að vera á spitala í viku. Við eigum eftir að sýna slatta af hryssum en þær voru orðnar veikar þegar kynbótasýningarnar voru í vor, sum hrossanna eru enn veik og verða því miður ekki sýnd í ár eins og t.d Flugnir en hann er enn með í lungunum og er ekki í þjálfunnarástandi. 

En það eru nokkrar ungar og vel ættaðar hryssur sem verða sýndar eins og t.d þær Hátign og Drift frá Ketilsstöðum en þær eru fjögurra vetra gamlar og þessi mynd var tekinn af þeim þegar þær voru að leggja loka hönd á verkið,

en það skiptir auðvitað máli að líta vel út, vera tanaður og fínn.

drift_og_htign_i_slbai_001