27
Jun 10

Það verður að segjast eins og er það er hálfskrýtið tímabil núna, við erum ekki búin að ríða út í um fjórar vikur og lansmótið hefði átt að hefjast í dag. Maður hefur nánast ekki farið í reiðbuxurnar í mánuð, þetta er ótrúleg staða. En vonandi fer að greiðast úr þessu, allavega sýnist okkur hrossin vera að hressast.  Vonandi fer maður að geta þjálfað  og sýnt einhver kynbótahross í lok júlí eða á síðsumarsýningu.

En það eru alltaf einhverjar bjartar hliðar og við hittum enga tamningamenn öðruvisi en að talað sé um hversu mikið sé búið að girða og taka til.

Eitthvað höfum við gert lika eins og allir hinir,girðingar eru að verða í allgóðu lagi og svo er verið að stækka hólinn sem húsið stendur á, með því að hlaða grjóti  og keyra að efni. Við erum ekki nærri búin en það er nú ekki erfitt að sjá að heilmikið sé að gerast.

 sri_10_004
 syri_10_4
 syri_10_3