23
Sep 19

Gaman að ná mynd af þessum tveimur hryssum saman, Grýla gamla frá Stangarholti og dóttirdóttir hennar Álfatrú frá Syðri-Gegnishólum. Álfatrú er undan Álfadísi frá Selfossi og Sveini-Hervari frá Þúfu í Landeyjum og er tveggja vetra gömul en Grýla er 29 vetra og eyðir ellinni á Ketilsstöðum. Álfatrú er skemmtileg blanda af ömmu sinni og mömmu útlitslega, er með breitt og sterkt bak og yfirveguð. Ellen vinkona lék allskonar kúnstir til að fá þær til að pósa en þær urðu í mesta lagi hissa held ég.

{gallery}Gryla og Alfatru 2019{/gallery}