14
Aug 19

Þá er ég loksins komin heim frá HM í Berlín og get tekið mér smá tíma til að melta upplifunina. Þetta var frábær tími, maður upplifði vináttu og liðsheild. Öll umgjörð um liðið okkar var til fyrirmyndar og var hrein unun að upplifa það, takk. 
Sumt mátti auðvitað betur fara en okkar fólk leysti það eins vel og kostur var. Berlín er óhestvænn staður svo ekki sé meira sagt og verulega erfitt að koma með hesta frá Íslandi á slíkan stað. Eflaust að hluta til heppni hverjir koma vel frá því og hverjir ekki.

Hvað mig varðar, þá valdi ég að fara með minn kærasta hest sem ég í forkeppni bjó til töfrastund á (gæsahúð) sem eftir á að hyggja skipti mig mestu máli, við Álfarinn náðum að sýna getu okkar. Á úrslitadeginum var allt breytt og tilfinningin aldrei rétt frá byrjun, hvað olli því get ég einungis velt fyrir mér. Það sem kemur upp í huga mér aftur og aftur, eru allt of miklar breytingar á stuttum tíma, sem sagt engin afsökun bara vangaveltur.

Sigurbjörn, Sigurður, Anton, Arnar Bjarki, landsliðsnefnd, liðsmenn og aðstoðarmenn og síðast en ekki síst Erlendur, kærar þakkir, þið eruð snillingar og ég er afar stolt að vera í íslenska landsliðinu.

{gallery}Alfarinn and Olil in Berlin{/gallery}