10
Nov 18

Þessi fallega hryssa er ein af okkar yngri ræktunnarhryssum og heitir Snekkja frá Ketilsstöðum. Hún fæddist árið 2009 og er undan Heiðursverðlauna hryssunni Ljónslöpp frá Ketilsstöðum og Alvari frá Syðri-Gegnishólum, Alvar drapst af slysförum aðeins 2 vetra gamall, hann var sonur Álfadísar frá Selfossi of Dalvars frá Ausholtshjáleigu. Í haust kom til tamningar hennar elsta afkvæmi, 3 vetra hryssa undan Trymbli frá Stóra-Ási.
Yngri systkini eru tveggja vetra jörp hryssa undan Frama frá Ketilsstöðum, vetur gamall fifilbleikstjörnóttur hestur undan Konsert frá Hofi og í sumar fæddist jarpur hestur undan Aðli frá Nýjabæ.
5 vetra gömul var Snekkja fjórða besta 5 vetra hryssan á LM 2014 á Gaddstaðaflötum með aðaleinkunn 8,41 og 8,5 fyrir flest öll atriði í hæfileikum, hæsta dóm hlaut hún 8,42 í aðaleinkunn þ.a 9,0 fyrir tölt. Snekkja hefur 123 stig í kynbótamati.

{gallery}Snekkja fra Ketilsstodum 2018{/gallery}