06
Jun 09
Austanátt Bergur tekur Austanátt til kostanna.

Á fimmtudaginn fórum við með brúna 4 vetra hryssu í dóm sem heitir Austanátt. Hún er undan Oddrúnu frá Ketilsstöðum og Suðra frá Holtsmúla.

Þótti nú sumum Bergur tefla djarft þar sem hann leiddi klárhryssuna undir "manndrápsbrokkarann" eins og Jónas Kristjánsson ritstjóri kallar það.

Þar sem Bergi finnst ægilega  gaman að ríða skeið og Austanátt veit ekkert um sitt upphaf gerði hún sér lítið fyrir og skeiðaði upp á 8,0. Sei sei, svona er þetta bara...