19
Jun 09

Siðastliðin sunnudag var yfirlitssýning á Hellu. Flugnir Andvarason og Framkvæmdar hækkaði sig um hálfan fyrir tölt og skeið, fékk 8,5  fyrir tölt og 9,0 fyrir skeið, hann endaði samtals í 8,11. Hann er flugvakur eins og ættin og hafði ekki mikið fyrir þvi. Hugur Hróðsson hækkaði sig um heilan fyrir skeið, hljómar vel en fór úr 5,0 í 6,0 og endaði í 7,93. Hugur er undan Ör Kjarvalsdóttur, en hún er dóttir Framkvæmdar. Vestri Suðrason og Vöku frá Hellubæ hækkaði um hálfan fyrir tölt og endaði í 8,04. Brimnir Álfasteinsson var efsti fjögurra vetra stóðhesturinn með 8,33.

Hvati Gustsson sem er 5 vetra, hækkaði um hálfan fyrir skeið úr 7,5 i 8,0 samtals 8,18, en við teljum að eins og er eigi hann mikið inni bæði á skeiði og stökki, erum ekki alveg að skilja það. Ljóni Álfasteinsson og Ljónslappar stóð i stað með 8,26. 

brimnir09_20brimnir09_18