05
Jun 09
samberSamber frá Miðsitju. Knapi Mara Daniella Staubli.

Samber frá Ásbrú er undan Sömbu frá Miðsitju, sem var efsta hryssa á LM2002 í fjögurra vetra flokki, og Gauta frá Reykjavík. Samber er hefur verið seldur til Sviss og er hinn nýji eigandi hestsins Mara Daniella Staubli. Hún hefur starfað hér hjá okkur Syðri-Gegnishólum í vetur. Stefnt verður að þvi að keppa á Samber í tölti og í fjórgangi og finnst okkur framtíðin vera björt í þeim efnum.

Samber og Mara tóku þátt í sinni fyrstu keppni á nýafstöðnu Reykjavíkurmeistaramóti. Eftir forkeppnina voru þau efst í tölti og í fimmta til sjöunda sæti í fjórgangi.

Vegna þess að Samber er aðeins 6 vetra var ákveðið að ríða aðeins ein úrslit og töltúrslitin urðu fyrir valinu.  Höfnuðu þau í fjórða sæti og vorum við bara mjög sátt við það  þó að aldrei sé gaman að detta niður i úrslitum.

Samber verður til afnota hér í Syðri-Gegnishólum í sumar áður en hann fer til Sviss í haust.  Þetta er síðasta tækifærið að nota þennan vel ættaða, næma og skemmtilega töltara. Til að panta undir Samber er hægt að hringja í Möru í síma 844 7264, Olil í síma 897 2935 eða Berg í síma 895 4417.

samber_300

 Samber frá Miðsitju. Knapi Erlingur Erlingsson. MYND/AXEL JÓN


Landsmót 2008 - Hella - 2008
 
Mótsnúmer   11   Land   IS    
 
M1   140   V.fr.   9.4   Höfuð   7.5   Tölt   9
 
M2   130   H.fr.       Háls/herðar/bógar   8.5   Brokk   8.5
 
M3   135   V.a.   8.5   Bak og lend   8   Skeið   5
 
M4   65   H.a.       Samræmi   8   Stökk   8.5
 
M5   142           Fótagerð   8   Vilji og geðslag   9
 
M6   39           Réttleiki   7.5   Fegurð í reið   9
 
M7   47           Hófar   8.5   Fet   7.5
 
M8   44           Prúðleiki   8   Hæfileikar   8.26
 
M9   6.4           Sköpulag   8.13   Hægt tölt   8.5
 
M10   29                   Hægt stökk   8.5
 
M11   18                        
 
    Aðaleinkunn   8.21