27
Feb 17

Þegar við vorum að þjálfa í dag, tókum við allt í einu eftir því að rúmlega helmingur hrossanna í höllinni voru frá Hellubæ og að Vaka sá mikli gæðingur er móðir þeirra allra. Það var auðvitað ekkert hægt annað en að mynda þau. Lengst til vinstri er Váli á sjötta vetur undan Kiljan frá Steinnesi, svo Vinátta á fimmta, undan Ljóna frá Ketilsstöðum og sú yngsta er nn. á fjórða,undan Brimni frá Ketilsstöðum. Vaka var botnlaus gæðingur og er að ég best veit með hæsta hæfileikadóm sem 4ra vetra klárhryssa hefur fengið, samtals 8,48 þ.a 9,5 fyrir brokk, stökk og hægt stökk og 9,0 fyrir tölt, fegurð í reið og vilja. Vaka er undan Golu Gáskadóttir frá Hellubæ og Feyki frá Hafsteinsstöðum. Fjögur afkvæmi Vöku hafa hlotið 1. verðlaun. Við erum svo ljónheppin að eiga eina úrvals klárhryssu undan henni hér í okkar ræktun og er hún, Védís, m.a með 9,5 fyrir hægt stökk eins og móðir sín og bróðir, Vestri frá Hellubæ. Verðmætur eginleiki í dag þegar erfitt er að finna hesta með gott stökk.

{gallery}VakasOffsprings27Feb2017{/gallery}