25
Apr 12

Það var að ljúka hjá okkur námskeið með Julio Borba, að venju var það fræðandi og skemmtilegt. Það er hægt að bæta endalaust, við erum alltaf að fá punkta, eitthvað sem virðist svo lítið en er samt mikilvægt. Í þetta sinn lögðum við áherslu á taumhringsvinnu á siðari hluta námskeiðsins, ss.  hvernig á að þjálfa hvern einstakling fyrir sig á sem bestan hátt þegar við erum ekki á baki. Hægt er að framkvæma taumhringsvinnu á mismunandi hátt og er eins og fyrr segir er þetta í fyrsta sinn sem ég hef haft gaman af og séð nægan tilgang í þess háttar taumhringsvinnu. Það er alveg hreint ótrúlegt að sjá hverning maðurinn vinnur og hvaða áhrif hann getur haft á hestanna. Allt með sömu markmið og þegar við erum á baki. Sumir hestarnir unnu með hliðartaum, aðrir með taum sem kom upp ámilli framfótanna og svo var unnið með hið svokallaða "pesóa" sem var hannað af manni með sama nafn, en hann var frægur hindrunnarstökksknapi. Miðað var við að unnið væri á stökki með pesóa þó seinna meir væri og er unnið á brokki líka, en pesóa á að styrkja yfirlínuna og bæta stökk.

Borba apríl12 202 Borba apríl12 122 Borba apríl12 156 Borba apríl12 192 Borba apríl12 069

Myndir: Gangmyllan