23
May 14

Bergur og Minning frá Ketilsstöðum sigruðu gæðingaskeiðið á Word Ranking móti Sleipnins sem haldið erum þessa helgi. Þau áttu stórgóða keppni, allt gekk eins og smurt og enga veikleika að sjá. Bergur er búinn að undirbúa Minningu vel, hann keppti á henni í meistaradeildinni í vetur en þá klikkaði önnur niðurhægingin og endaði hann í 9. sæti. Núna gekk allt upp og aðaleinkunn var 7,54. Minning er 11 vetra gömul og hlaut 9,5 fyrir skeið í kynbótadómi 5 vetra gömul. Hún er undan heiðursverðlalunahrossunum Framkvæmd frá Ketilsstöðum og Gusti frá Hóli. Undan Minningu er til þrjú tryppi,5, 4, og 3 vetra en síðan leyfðum við okkur að taka hana úr ræktun til að nota hana í keppni. Birti hér nokkrar myndir af Bergi og Minningu, man samt ekki alveg hver tók þær, mig minnir samt að það hafi verið Óðinn Örn Jóhannsson.

B27Y4634 B27Y1893