07
May 12

Í gær fæddist fyrsta folaldið  hjá okkur, en það var hún Gráhildur  sem átti jarpa hryssu. Faðirinn er Álfarinn frá Syðri Gegnishólum, hann er þriggja vetra og er albróðir Álfasteins frá Selfossi. Álfarinn fyljaði bara þessa einu hryssu í fyrra og var talið að mikil lyfjameðhöndlun móðurinnar meðan á fósturstigi stóð gæti haft áhrif á þroska hans. Nú er málið í vinnslu og eins og er litur þetta vel út  og vonumst við eftir að geta haldið undir hann í sumar.

Gráhildur og dóttir 2012 015 Gráhildur og dóttir 2012 012-1

Gráhidur og dóttir hennar sem fæddist 06 05 11.  Myndir: Gangmyllan