14
Mar 12

Nú er ég farin að skrifa aftur eftir langt hlé en ég er búin að fara mikið erlendis að kenna og lítill tími til að snúast i kringum heimasíðuna. Eins má segja að veðrið sé búið að vera í meira lagi ömurlegt þannig að sjaldan hafa verið góðar aðstæður til að mynda. Erum við búin að salta myntatöku utanhúss í bili og farin að mynda inni í staðinn. Hugmyndin er hjá okkur að kynna ungu hrossin fyrir ykkur og fyrst ætla ég að byrja á Ísbrá frá Ketilsstöðum en hún er á fjórða vetri, dóttir Bráar frá sama bæ og Álfasteins frá Selfossi. Brá er dóttir Orra frá Þúfu og Senu frá Ketilsstöðum, Sena og Brá eru báðar með fyrstu verðlaun og Álfastein þarf vart að kynna.

9 MARS11 0741 9 MARS11 069-1

Ísbrá frá Ketilsstöðum, knapi Elin Holst, mynd: Gangmyllan