29
May 12

Nú erum við búin að búa til síðu fyrir Álfarinn frá Syðri Gegnishólum, vegna mikils áhuga á honum. Álfarinn er albróðir Álfasteins frá Selfossi og er þriggja vetra gamall. Inni á síðunni er að finna myndasyrpu sem tekin var af honum í fyrra vor, tveggja vetra gömlum og væri sniðugt fyrir sem þá hafa áhuga á honum að skoða myndirnar. Eins og er ,eru bara myndir af honum, en bráðum verða allar upplýsingar um ættir og notkun þar að finna. Álfarinn verður hér hjá okkur í allt sumar og enn eru nokkur laus pláss undir hann. Hafið samband við Olil á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .Til að skoða síðuna hans ýtið þið fyrst á "Gangmyllan- Ræktun" svo "Stóðhestar- Allir" og svo er valinn Álfarinn frá Syðri Gegnishólum.
Álfarinn maí11 217

Álfarinn frá Syðri Gegnishólum, þegar hann var 2 vetra gamall. Mynd: Gangmyllan.