10
Nov 13

Í gær var hluti af deginum notaður í að gefa ormalyf, klippa hófa og örmerkja folöldin. Alltaf gaman að skoða hrossin í návígi og eru þau í flottu standi og tilbúin í veturinn. Auðvitað voru allir að hjálpa til m.a Logi Ólafsson nágranni okkar og hrossaræktandi og konan hans Brynhildur, Nina og Dennis frá Þýskalandi og auðvitað heimilisfólkið. Verkstjóri Bergur, Elin, Esther, Berglind, Olil og afmælisbarnið Brynja sem varð tvítug í gær 9.nóvember.

20 nov 2013, mynd Gangmyllan. 20 nov 2013,mynd Gangmyllan. 20 nov 2013, mynd Gangmyllan. 20 nov 2013, mynd Gangmyllan. 20 nov 2013, mynd Gangmyllan.