01
Oct 13

Frumtamningar hjá okkur þetta haustið hófust fyrir tæpum þrem vikum og erum byrjuð að járna þá fola sem okkur finnst vera tilbúnir í það. Núna erum við að temja fyrsta árganginn undan Álffinni, en til eru undan honum 14 tryppi á fjórða vetur og þrettán þeirra eru hér hjá okkur. Ellefu eru frá Ketilsstöðum/Syðri Gegnishólum, eitt frá Efri Gegnishólum og eitt frá Hellubæ. Svo er eitt afkvæmi í Halakoti og fimmtánda tryppið var frá okkur en það var brúnn hestur sem undan Framtið, sem fékk svo slæma lungnabólgu í pestinni að við urðum að fella hann. Tryppin fara mjög vel af stað, eru næm og skemmtileg. Birti nokkar myndir af syni Ljónslappar frá Ketilsstöðum, en han átti tvær systur sem fóru í flotta dóma í fyrra þær Sprengja og Katla og svo er stóri bróðir hans og reyndar 3/4 bróðir hans, Ljóni sem við seldum til Danmerkur nú í haust. Folinn er enn óskírður en það stendur til að bæta úr því.

Álffinnssýnir okt 2013 007 Álffinnssýnir okt 2013 006 Álffinnssýnir okt 2013 011 

Myndir: Gangmyllan