23
Mar 10

 Síðastliðinn laugardag fengum við aftur heimsókn, en þá voru í vísindaferð félagar úr ræktunardeild Andvara.  Það var myndarlegur hópur, á milli 30 og 40 manns. Fyrst sýndum við þeim alla hestanna í hesthúsunum, ættir voru raktar og málin rædd. Á meðan Max og Ása hituðu upp Merg og Vakar í reiðhöllini, byggingadæmdu menn Amazon frá Ketilsstöðum og þar voru engar smá tölur á ferð, en það er efnilegur og fallegur foli á fjórða vetur, undan Natan Kolfinnssyni frá Ketilsstöðum og Orku frá Gautavík. Síðan voru Mergur frá Selfossi undan Musku frá Stangarholti og Gígjari frá Auðsholtshjáleigu og Vakar frá Ketilsstöðum undan Vakningu frá Ketilsstöðum og Brjáni frá Reykjavík sýndir í reið, fyrst aðeins inni og svo úti.

Síðan sýndi Bergur þeim Ljóna frá Ketilsstöðum undan Ljónslöpp frá Ketilsstöðum og Álfasteini frá Selfossi og svo endaði hann á að sýna Gandálf frá Selfossi undan Álfadísi frá Selfossi og Gusti frá Hóli. Þetta var hress og áhugasamur hópur og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.

 andvaramenn_mars10_002Verið að skoða Amazon.  andvaramenn_mars10_001
 andvaramenn10_008Bergur og Gandálfur.  andvaramenn_mars10_008Yfir-Andvarinn og fóstbróðir Bergs, Sveinn Gaukur Jónsson.
 andvaramenn10_007  andvaramenn_mars10_003         Bergur á Ljóna.
 andvaramenn10_006  andvaramenn10_005       Max á Vakari.