20
Oct 09

Sæmkvæmt nýjasta kynbótamatinu er Ljónslöpp komin með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, en hún er þriðja hryssan frá Ketilsstöðum til að ná þeim og erum við mjög ánægð með það. Fyrst var Hugmynd undan Ör og Mána frá Ketilsstöðum og svo Vakning hálfsystir Ljónslappar undan Hrafni frá Holtsmúla. Ljónslöpp er 16 vetra gömul undan Snekkju frá Ketilsstöðum og Oddi frá Selfossi og er hún sem komið er búin að eiga átta afkvæmi. Sex  þeirra eru tamin, fimm sýnd, tvö með fyrstu verðlaun og þrjú með rétt tæplega átta. Sá sem siðastur var syndur var Hlébarði 4v undan Aron frá Strandarhöfða en hann fékk 7 94. Næst kemur til tamningar undan Ljónslöpp,  brún hryssa undan Gígjari frá Auðsholtshjáleigu, hún er þriggja vetra og mjög efnileg að sjá

 ljonslopp1

 Ljónslöpp var sýnd á LM 2000 i

Reykjavík og hlaut þar sinn  hæðsta

dóm,8,28.

 ljonsi  Ljóni 5 v, sonur Ljónslappar og Álfasteins frá Selfossi, sýndur 2009, aðaleink.8,26.
 hlbari_009  Hlébarði 4v sonur Ljónslappar og Arons frá Strandarhöfða sýndur 2009,aðaleink 7,94.