14
Feb 20
Hér koma myndir frá Gala sýningunni sl. laugardagskvöld. Við, Hafliði Halldórsson, Júlio Borba, Olil Amble og Bergur Jónsson náðum að halda loforðið okkar og fókusera á fallega reiðmennsku og tónlist. Aftir mikinn undirbúning og þjálfun kynntum við "Júlio Borbas Quadrille" sem við teljum að hafi ekki verið sýnt áður. Allar fimm gangtegundir íslenska hestsins og æfingar eins og "shoulder in, leg yields" og "halfpasses", "hind quarters out" og "travers". 11 hestar og knapar með fókus á fjarlægðir, takt rythma, gangtegundir, æfingar og frábæra tónlist. Margir bestu knapa í heiminum tóku þátt í sýningunni, Landsmótssigurvegarar, Íslandsmeistarar, heimsmeistarar og aðrir frægir. Fákasel er sniðið að leiksýningum á hestum þar sem kastljós og sýningarlýsing skópu frábært andrúmsloft auk lifandi músíkur með þeim hæfileikaríku Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttir og manninum hennar, gítarleikaranum Davíð Sigurgeirssyni. Áhorfendur voru frábærir og andrúmsloftið í reiðhöllinni var töfrum líkast, takk fyrir ykkar þátttöku í frábæru kvöldi.
{gallery}Gala show 2020{/gallery}