20
May 12

Í gær var Natan felldur eftir að hann lenti í  slysi hér heima. Natan var ellefu vetra gamall, sonur Væntingar frá Ketilsstöðum og Kolfinns frá Kjarnholtum. Natan varð fyrir alvarlegu slysi þegar hann var veturgamall, en þá sleit hann sin á afturfæti. Síðan var löng sjúkrasaga sem endaði með  því að það tókst að temja og sýna hann fimm vetra gamlan. Þá hlaut hann sinn hæðsta dóm sem var 8,40, þar af 9,0 fyrir tölt og fegurð í reið. Natan hefur verið frekar vinsæll og fengið drjúga notkun á hverju ári, enda talinn álitlegur kostur fyrir þá sem eru að leita sér að sonum Kolfinns frá Kjarnholtum. Afkvæmi Natans eru mörg fótahá og bollétt, hágeng og gangmikil . Í fyrra var Natan í Hestheimum og í ár átti hann að vera í Steinnesi í Húnavatnssyslu. Það er eftirsjá hjá okkur af Natan en við huggum okkur með að við eigum nokkur mjög flott afkvæmi undan honum sem við vonum að komi vel út. 

Natan Mót og folöld maí 11 124

Natan 2010                          Dóttir Natans sem fæddist örfáum klukkutímum eftir að hann féll, móðir hans er Drífa frá Syðstu Grund.
Myndir: Gangmyllan