07
Oct 18

Djörfung kom til dóms 4 vetra gömul og var í 4. sæti í flokki 4 vetra hryssna á Landsmótinu á Hellu 2008. Aðaleinkunnin var 8,23 en fyrir hæfileika hlaut hún 8,68, þ.a. 9,5 fyrir skeið og vilja en fyrir tölt, hægt tölt og fegurð í reið hlaut hún 8,5.
{gallery}DjorfungHeidursverdlaun2018{/gallery}

Eftir fósturlát á fimmta vetri, hefur hún átt folald á hverju ári og eru afkvæmi hennar nú orðin 9 talsins. Afkvæmin sem heiðursverðlaunin byggjast á eru hennar 5 elstu afkvæmi, fædd 2010 til 2014.
IS2010276176 Fylking, faðir Dugur frá Þúfu. Aðaleinkunn 8,08, sem hún hlaut 5 vetra gömul.
IS2011276178 Hugrökk, faðir Natan frá Ketilsstöðum.Aðaleinkunn 8,30. sem hún hlaut 7 vetra gömul.
IS2012176176 Pipar, faðir Stáli frá Kjarri. Aðaleinkunn 7,87, sem hann hlaut 6 vetra gamall.
IS2013276176 Hugmynd, faðir Aðall frá Nyja-Bæ. 8,57, sem hún hlaut 5 vetra gömul.
IS2014176176 Dugur., faðir Ljóni frá Ketilsstöðum. 8,12, sem hann hlaut 4ra vetra gamall.
Aðaleinkunn 5 fyrstu afkvæma Djörfungar er þvi 8,19 og meðalaldur 5,4 ár. 

Okkur er löngu orðið ljóst að þessi snilldarhryssa erfir vel frá sér geðslag og gæðingskosti og alla eiginleika sína en í huga höfum við að reyna að bæta sköpulag og stærð.
Gaman er að skoða ætt hennar því að með þessum verðlaunum er hún þriðja hryssan i röð í beinan kvenlegg sem hlýtur heiðursverðlaun.
Móðir hennar, Framkvæmd, hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi árið 2012 og amma hennar, Hugmynd frá Ketilsstöðum, hryssa sem margir muna eftir fyrir frammistöðu sina í A-flokki á Landsmótínu 1990, hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á Landsmótínu í Reykjavík 2000.
Faðir Djörfungar, Álfasteinn frá Selfossi, náði lágmörkum til heiðursverðlauna aðeins 10 vetra gamall, faðir hans Keilir frá Miðsitju hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á Landsmótínu 2006 og móðir Álfasteins er Álfadís frá Selfossi sem hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi árið 2011.