27
Aug 18

Þá er Suðurlandsmóti 2018 lokið, það var létt yfir því, vel framkvæmt og mótið í styttra lagi þótt dagsskráin væri frekar stíf. Veðrið lék við okkur þangað til að komið var að síðustu tveimur úrslitunum. Í dómgæslunni var of mikið ósamræmi, því miður. Mikið væri gaman ef við hestamenn gætum í sameiningu fundið lausn á þessu því hver og ein einkunn ber mikilvæg skilaboð til knapans, burtséð frá því hvort röðin er rétt eður ei.
Okkur gekk vel að mestu, öll hross nema eitt í úrslit. Þó að flest hafi þau lækkað um sæti í úslitunum var það ekki vegna þess að þau væru svo mikið lélegri en í forkeppninni, heldur hafa hinir væntanlega verið betri og það er bara eitthvað sem við getum ekkert gert í. Hafið þökk Geysismenn fyrir gott mót.

{gallery}Sudurlandsmot 2018{/gallery}