23
Jun 09

Við vorum að leika okkur með myndavélinni fyrir nokkrum dögum og tókum nokkrar myndir af Heilladísi Suðradóttir en hún er undan Álfadísi frá Selfossi og er 4 vetra gömul. Heilladís er há og léttbyggð alhliðahryssa með mikið skeið, en ég er ekki farin að eiga við það enn. Hún er viljug og mikill persónuleiki, svona hross sem mann hlakkar til að fara á bak á og sem maður stoppar alltaf til að strjúka og tala við í stíunni, hún bara er þannig. Markmið ársins er að sýna hana i kynbótadóm á síðsumarsýningu á Hellu. Hér meðfylgjandi eru nokkrar myndir af henni en ég get ekki ákveðið mig hverjum hún líkist mest, þau Álfadís, Suðri, Orri og stundum Adam poppa upp til skiptis.

heillads_2   heillads
 016  017
 027  024