Við erum bæði stolt og ánægð með að Júlio Borba var tilbúinn að keppa í Gæðingafimi í Meistaradeildinni í gærkvöld fyrir Gangmylluna.
Ég held að það sé alveg á hreinu að hann fór langt útfyrir sinn þægindahring og sýndi mikið hugrekki með þátttöku sinni.
Júlio tókst vel til og við teljum að hann hafi sýnt okkur inn í framtíðina, hvert við erum að þróast.
Sýning Borba í forkeppninni ásamt stuttu viðtali í lokin.
Viðtal við liðið eftir keppnina en liðsmenn sem vantar eru Elvar Einarsson og Ævar Örn Guðjónsson.
Stúlkunum gekk vel á Vetrarmótinu um síðustu helgi en þær kepptu í opnum flokki í tölti. Brynja vann, Elin var í öðru sæti og Sara í því þriðja.
Ayla keppti í ungmennaflokki og lenti í öðru sæti en Ásdís í fimmta sæti.
Úrslitin hjá okkur í 4 gangi í Meistaradeildinni 2018 voru þau að Elin og Frami deildu 3. sætinu en lentu í því 4. Olil og Goði voru í 13. sæti en Bergur og Glampi í 22. sæti. Lið Gangmyllunnar er í 4. sæti eftir fyrstu keppnina.
Meistaradeildin hefst 1. febrúar í ár með fjórgangi í Spretts höllinni.
Myndskeiðið hér er frá í fyrra af sigurvegurunum í fjórgangi, Bergi Jónssyni og Kötlu frá Ketilsstöðum.
Síðustu tvö hrossin sem voru seld frá okkur í ár og fyrst til að fara frá okkur á nýju ári. Þessi tvö góðu hross fóru frá okkur í dag, Seyðir frá Syðri-Gegnishólum og Karitas frá Ketilsstöðum. Við óskum þeim alls hins besta og hlökkum til að fylgja þeim eftir í framtíðinni.
Við verðum að deila þessari mynd, hún segir meira en mörg orð. Strokkur frá Syðri-Gegnishólum með Heidi Benson í Californiu.
Nú er reiðhöllin orðin klár fyrir nýtt ár.
Á myndinni sem er frá sl. laugardagskvöldi erum við Álffinnur að taka þátt í alþjóðlegri hestasýningu í Svíþjóð á Friends Arena leikvanginum.
Hér er mynd af næstum öllum knöpum í tölt sýningunni á Friends Arena í Svíþjóð í síðustu viku. Allir klæddir upp sem eldfjöll en á myndina vantar Vigni Jónasson en gallinn has var þarna.
Í vikunni tókum við Bergur þátt í alþjóðlegri sýningu hrossa í Svíþjóð. Við vorum með í liðakeppninni, Bergur á Ómi frá Úlfljótsvatni í fjórgangi hafnaði í þriðja sæti og Olil á Álffinni frá Syðri-Gegnishólum vann fimmganginn. Í liðakeppninni lentum við í þriðja sæti, Danmörk vann, Svíþjóð var í öðru sæti og Þýskaland í því fjórða. Þetta var reglulega skemmtileg keppni, vel skipulögð, flottir keppendur, mjög góð braut og frábærir áhorfendur. Við þökkum fyrir okkur en hér má sjá myndir frá mótinu á Sænska alþjóðlega hestasýninga vefnum.liða
Járningarnar gengu vel á þriggja vetra tryppunum, byrjaði vel en þörf á stuðningi í lokin. Þau læra hratt en þolinmæði er ekki þeirra sterkasti eiginleiki á þessum aldri.
Þessi mynd af Álfhildi er tekin á Landsmóti 2014 þar sem hún vann flokk sex vetra hryssa. Hún er nú fylfull við Spaða frá Stuðlum. Hann er undan heiðursverðlauna hryssunni Þernu frá Arnarhóli og Barða frá Laugarbökkum. Spaði hlaut 8,29 í aðaleinkunn í sumar aðeins fjögurra vetra gamall.
Það var gaman að heilsa upp á þessa drottningu í dag, Álfhildur frá Syðri-Gegnishólum og yndislega dóttir hennar undan Frama frá Ketilsstöðum.
Þau eru ansi lík feðginin á meðfylgjandi myndum. Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum og dóttir hans Alfa fra Havnås fædd 2017. Móðir er Sæl frá Blesastöðum 1A.
Álfaklettur er fæddur 2013 undan Álfadís frá Selfossi og Stála frá Kjarri. Aðaleinkunn Álfakletts er 8,30 með 8,48 fyrir byggingu, þar af 9,0 fyrir samræmi og höfuðog 8,5 fyrir háls herðar og bóga, hófa og réttleika. Hæfileika einkunn er 8,17 þar af 8,5 fyrir tölt, fet, stökk og vilja/geðslag, 8,0 fyrir skeið, hægt stökk, hægt tölt og fegurð í reið. Við berum væntingar til þessa fola.
Albræðurnir Sólon og Símon frá Ketilsstöðum að njóta veðurblíðunnar í Syðri-Gegnisholum. Móðir þeirra er Snilld frá Ketilsstöðum og faðir Álffinnur frá Syðri-Gegnisholum.
Frumtamningar ganga mjög vel hér á bæ, þessi til hægri heitir Garpur og er 15 vetra geldingur undan Vikingi frá Voðmúlastöðum, hinir eru í feluleik. Stelpurnar standa sig frábærlega og gleyma aldrei hjálminum.
Spennandi, tryppin á leið í hesthús til tamningar.
Við erum stolt og þakklát fyrir að hafa náð markmiðum okkar einu sinni enn og að vera tilnefnd sem Ræktunnarbú ársins 2017 annars vegar og Keppnishesta ræktunnarbú ársins 2017 hins vegar.
Við viljum nota tækifærið að óska öllum hinum tilnefndu ræktunnarbúum ársins innilega til hamingju.